Frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar eru verðlaun sem Samband ungra sjálfstæðismanna hafa veitt árlega frá árinu 2007.
Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi bankaráðsmanns Landsbankans.[1]
Nokkuð var gagnrýnt að samtökin InDefence skyldu taka við verðlaununum árið 2010 í ljósi þess að samtökin höfðu mjög látið að sér kveðja í umræðunni um Icesave reikningana og þótti mörgum kaldhæðnislegt að samtökin tækju við verðlaunum sem kennd voru við mann svo nátengdan Icesave reikningunum.[2]
Stjórn SUS ákvað að nefna verðlaunin eftir Kjartani til að heiðra það starf sem hann hefur skilað til þess að auka frelsi á Íslandi og bera út hugmyndir frjálshyggjunnar.[3]
Verðlaunahafar
Tilvísanir