Kjartan Gunnarsson

Kjartan Gunnarsson (fæddur 4. október 1951) er íslenskur lögfræðingur. Hann er þekktastur fyrir að hafa verið framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í 26 ár en því starfi gegndi hann frá því um haustið 1980 fram í október 2006[1] en starfaði jafnframt við hlið Andra Óttarssonar til 4. janúar 2007.[2][3] Hann var kosinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins eftir landsfund hans 1977 og starfar þar enn.[4] Hann hefur líka verið bankaráðsmaður í Landsbankanum og stjórnarformaður VÍS.[5] Hann hefur löngum verið mikill stuðningsmaður og vinur Davíðs Oddssonar. Össur Skarphéðinsson kallaði Kjartan fixer þegar Kjartan sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.[6]

Ævi

Kjartan er sonur Gunnars A. Pálssonar hrl og Guðrúnar Jónsdóttur.[7][8] Hann lauk stúdentsprófi árið 1972 og stundaði eftir það laganám við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1978. Kjartan Gunnarsson var kjörinn formaður SUS árið 1977 eftir harðar kosningar.[9][10] Hann stundaði síðan nám í herfræði við Varnarmálaháskóla norska varnarmálaráðuneytisins á árunum 1979-1980. Kjartan lék biskup Íslands í kvikmyndinni Myrkjahöfðingjanum árið 1999.

Þegar styrkjamálið kom upp í Sjálfstæðisflokknum í apríl 2009 var haft eftir Kjartani að hann hefði hvergi komið nálægt því að taka við styrkjunum, en Bjarni Benediktsson hélt hinu gagnstæða fram.[11] Bjarni dró síðar til baka þessi orð sín og sagði að

Kjartan Gunnarsson er [..] fullfær um að svara því hvort að þetta hafi verið með þessum hætti eða ekki. Þetta er að mínu áliti fráleitt, að draga nafn Kjartans inn í þessa atburðarás vegna þess að hann hafði ekkert með þau mál að gera, sem tengdust þessum styrkjum. Samskipti vegna þessa máls fóru fyrst og fremst fram milli Andra Óttarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem tók ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku.
 
— Bjarni Benediktsson[12]

Tengt efni

Tilvísanir

  1. „Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins; grein af Vísi.is 03.10.2006“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2014. Sótt 23. ágúst 2021.
  2. Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokki; af Mbl.is 04.01.2007
  3. Kjartan Gunnarsson fer undan í flæmingi; af Vísi.is 09.04.2009
  4. Frá landsfundi Sjálfstæðismanna; grein í Alþýðublaðinu 1977
  5. Áhrifamestir!; grein í Frjálsri verslun 1998
  6. „Valnastakkur og fjögramaki; grein á Pressunni.is 12.04.2009“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2009. Sótt 12. apríl 2009.
  7. Gunnar A. Pálsson; grein í Dagblaðinu Vísi 1991
  8. Gunnar Á. Pálsson hrl. látinn; grein í Morgunblaðinu 1991
  9. Kjartan Gunnarsson var kjörinn formaður; grein í Morgunblaðinu 1977
  10. Tveir keppa um formennsku í Heimdalli; grein í Morgunblaðinu 1977
  11. Kjartan sagði ósatt ef marka má orð Bjarna; af Vísi.is 12.04.2009
  12. Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina; af Mbl.is 12.04.2009

Tenglar

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.