Össur starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1984-87 og í eitt ár sem lektor við Háskóla Íslands á milli 1987-88. Því næst var hann aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar 1989-91.
Stjórnmálaferill
Össur sat á Alþingi á árunum 1991-2016, fyrir Alþýðuflokkinn 1991-1999 og Samfylkinguna frá árinu 1999. Össur var þingflokksformaður Alþýðuflokksins 1991-1993 og þingflokksformaður Samfylkingarinnar 2006-2007.
Össur var umhverfisráðherra á árunum 1993-1995, iðnaðarráðherra 2007-2009 og utanríkisráðherra 2009-2013.