Steingrímur Hermannsson

Steingrímur Hermannsson
Steingrímur árið 1990.
Forsætisráðherra Íslands
Í embætti
28. september 1988 – 3. apríl 1991
ForsetiVigdís Finnbogadóttir
ForveriÞorsteinn Pálsson
EftirmaðurDavíð Oddsson
Í embætti
2. maí 1983 – 8. júlí 1987
ForsetiVigdís Finnbogadóttir
ForveriGunnar Thoroddsen
EftirmaðurÞorsteinn Pálsson
Utanríkisráðherra
Í embætti
8. júlí 1987 – 28. september 1988
ForsætisráðherraÞorsteinn Pálsson
ForveriMatthías Á. Mathiesen
EftirmaðurJón Baldvin Hannibalsson
Sjávarútvegsráðherra
Í embætti
8. febrúar 1980 – 26. maí 1983
ForsætisráðherraGunnar Thoroddsen
ForveriKjartan Jóhannsson
EftirmaðurHalldór Ásgrímsson
Samgönguráðherra
Í embætti
8. febrúar 1980 – 26. maí 1983
ForsætisráðherraGunnar Thoroddsen
ForveriMagnús H. Magnússon
EftirmaðurRagnhildur Helgadóttir
Landbúnaðarráðherra
Í embætti
1. september 1978 – 15. október 1979
ForsætisráðherraÓlafur Jóhannesson
ForveriHalldór E. Sigurðsson
EftirmaðurBragi Sigurjónsson
Dóms- og kirkjumálaráðherra
Í embætti
1. september 1978 – 15. október 1979
ForsætisráðherraÓlafur Jóhannesson
ForveriÓlafur Jóhannesson
EftirmaðurVilmundur Gylfason
Formaður Framsóknarflokksins
Í embætti
31. mars 1979 – 29. apríl 1994
ForveriÓlafur Jóhannesson
EftirmaðurHalldór Ásgrímsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
1971 1987  Vestf.  Framsóknarfl.
1987 1994  Reykn.  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. júní 1928(1928-06-22)
Reykjavík, Íslandi
Látinn1. febrúar 2010 (81 árs) Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
MakiSara Jane Donovan (g. 1951, skilin)
Guðlaug Edda Guðmundsdóttir (g. 1962)
Börn6
ForeldrarHermann Jónasson og Vigdís Oddný Steingrímsdóttir
HáskóliTækniháskólinn í Illinois
Tækniháskólinn í Kaliforníu
StarfStjórnmálamaður
Æviágrip á vef Alþingis

Steingrímur Hermannsson (22. júní 19281. febrúar 2010) var verkfræðingur og forsætisráðherra. Hann gegndi einnig ýmsum öðrum ráðherraembættum á starfsævi sinni, auk þess að vera alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn árin 1971 - 1994 auk þess að vera skipaður seðlabankastjóri 1994 til 1998. Steingrímur var sonur Hermanns Jónassonar fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra.

Steingrímur Hermannsson sat í stjórn fjölmargra stofnana, þar á meðal Millennium Institute í Arlington í Virginíu, Landvernd og Hjartavernd. Hann hefur hlotið heiðursverðlaunin California Institute of Technology's Alumni Distinguished Service Award (1986), Illinois Institute of Technology's Professional Achievement Award (1991), gullmedalíu frá Íþróttasambandi Íslands (1990) og Paul Harris Fellow frá Rotary-hreyfingunni í Reykjavík.

Steingrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948, lauk B.Sc.-prófi í rafmagnsverkfræði frá Illinois Institute of Technology árið 1951 og M.Sc.-prófi frá California Institute of Technology árið 1952.

Steingrímur var tvíkvæntur og eignaðist sex börn, þrjú í hvoru hjónabandi. Guðmundur Steingrímsson, alþingis-, tónlistar- og blaðamaður, er sonur Steingríms.

Æska og menntun

Faðir Steingríms var Hermann Jónasson, sem einnig var forsætisráðherra Íslands. Þar sem faðir Steingríms var kunnur embættismaður átti Steingrímur nokkuð áhyggjulausa æsku þrátt fyrir að vaxa úr grasi á árum kreppunnar miklu. Sem ungur drengur komst hann í náin kynni við íslensk stjórnmál á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og hlýddi gjarnan á samtöl um ríkismál í stofu föður síns.

Steingrímur vildi ekki feta í fótspor föður síns og gerast stjórnmálamaður og fór því í nám til Bandaríkjanna árið 1948. Hann útskrifaðist með bakkalársgráðu í rafmagnsverkfræði úr Tækniháskólanum í Illinois og með mastersgráðu frá Caltech árið 1952.[1] Eftir að Steingrímur sneri heim til Íslands og lenti í örðugleikum bæði í einkalífi sínu og vipskiptaferli ákvað hann að hefja þátttöku í stjórnmálum á sjöunda áratugnum. Hann var kjörinn á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn árið 1971. Hann varð formaður flokksins árið 1979.

Stjórnmálaferill

Steingrímur ásamt Vigdísi Finnbogadóttur forseta árið 1985.

Steingrímur var forsætisráðherra Íslands frá 1983 til 1987 og aftur frá 1988 til 1991. Hann var einnig dóms-, kirkjumála- og landbúnaðarráðherra (1978–79), sjávarútvegs- og samgönguráðherra (1980–83) og utanríkisráðherra (1987–88). Hann var formaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1994. Eftir það var hann seðlabankastjóri þar til hann settist í helgan stein árið 1998.

Utanríkismál

Ríkisstjórn Steingríms hýsti leiðtogafundinn í Höfða á milli Míkhaíls Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkjanna og Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta árið 1986. Á þeim tíma olli niðurstaða fundarins vonbrigðum en í seinni tíð er gjarnan talið að fundurinn hafi verið mikilvægt skref í að binda enda á kalda stríðið og íslensku stjórninni var víða hrósað fyrir framkvæmd hans. Árið 1991, þegar Litáen lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, lýsti Steingrímur yfir stuðningi við Vytautas Landsbergis, forseta litáíska þingsins. Stuttu síðar varð Ísland fyrsta ríkið sem viðurkenndi formlega sjálfstæði Litáens.[2]

Steingrímur lét í fyrstu lítið á sér bera eftir að hann settist í helgan stein og tjáði sig sjaldan um málefni líðandi stundar. Hann tók þó þátt í því að stofna Heimssýn, samtök sem berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið, og varð æ gagnrýnni á stefnu Framsóknarflokksins. Í alþingiskosningunum árið 2007 studdi Steingrímur opinberlega Íslandshreyfinguna og birtist í sjónvarpsauglýsingum hennar í aðdraganda kosninganna. Vegna þessara aðgerða glataði Steingrímur að mestu óformlegri áhrifastöðu sinni innan Framsóknarflokksins.

Á síðustu æviárum sínum naut Steingrímur almennrar virðingar og margir bjuggust við því að hann myndi bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 1996. Steingrímur afréð þó að bjóða sig ekki fram og sagðist vilja setjast í helgan stein fyrir áttræðisaldur. Æviminningar Steingríms komu út á árunum 1998 til 2000 og urðu metsölubækur.

Tilvísanir

  1. „Caltech Commencement Program“ (PDF). Caltech Campus Publications. 6. júní 1952. Sótt 26. mars 2019.
  2. http://www3.lrs.lt/pls/inter/w5_show?p_r=4097&p_d=62813&p_k=1

Heimild


Fyrirrennari:
Þorsteinn Pálsson
Forsætisráðherra
(28. september 198830. apríl 1991)
Eftirmaður:
Davíð Oddsson
Fyrirrennari:
Matthías Á. Mathiesen
Utanríkisráðherra
(8. júlí 198728. september 1988)
Eftirmaður:
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirrennari:
Gunnar Thoroddsen
Forsætisráðherra
(26. maí 19838. júlí 1987)
Eftirmaður:
Þorsteinn Pálsson
Fyrirrennari:
Magnús H. Magnússon
Samgönguráðherra
(8. febrúar 198026. maí 1983)
Eftirmaður:
Ragnhildur Helgadóttir
Fyrirrennari:
Bragi Sigurjónsson
Sjávarútvegsráðherra
(8. febrúar 198026. maí 1983)
Eftirmaður:
Halldór Ásgrímsson
Fyrirrennari:
Halldór E. Sigurðsson
Landbúnaðarráðherra
(1. september 197815. október 1979)
Eftirmaður:
Bragi Sigurjónsson
Fyrirrennari:
Ólafur Jóhannesson
Dóms- og kirkjumálaráðherra
(1. september 197815. október 1979)
Eftirmaður:
Vilmundur Gylfason
Fyrirrennari:
Ólafur Jóhannesson
Formaður Framsóknarflokksins
(31. mars 197929. apríl 1994)
Eftirmaður:
Halldór Ásgrímsson