Framsóknarflokkurinn

Framsókn
Framsóknarflokkurinn
Merki Framsóknarflokksins frá 2021
Merki Framsóknarflokksins frá 2021
Fylgi 7,8%
Formaður Sigurður Ingi Jóhannsson
Varaformaður Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Ritari Ásmundur Einar Daðason
Þingflokksformaður Ingibjörg Ólöf Isaksen
Framkvæmdastjóri Helgi Héðinsson
Stofnár 1916
Stofnendur Guðmundur Ólafsson, Jón Jónsson, Sveinn Ólafsson, Þorleifur Jónsson, Þorsteinn Jónsson
Höfuðstöðvar Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
frjálslyndi
Einkennislitur     Grænn
Sæti á Alþingi
Sæti í sveitarstjórnum
Listabókstafur B
Vefsíða www.framsokn.is
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum

Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 við samruna Bændaflokksins og Óháðra bænda og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Fyrir seinni heimsstyjöldina var Ísland töluvert dreifbýlla en það er í dag og Framsóknarflokkurinn sótti kjörfylgi sitt framan af til landsbyggðar og ungmennafélagshreyfingarinnar. En uppúr miðri öld breyttist þetta töluvert og sótti hann þá fylgi sitt jafnar til allra stétta, þó kjörfylgið hafi haldist á landsbyggðinni.

Frá þriðja áratugi til tíunda áratugs 20. aldar skilgreindi Framsóknarflokkurinn sig sem mið-vinstriflokk sem að lagði aðaláherslu á landsbyggðina. Hinsvegar á tíma Halldórs Ásgrímssonar sem formaður breyttist flokkurinn í mið-hægriflokk og skilgreinir sig í dag sem slíkur.

Saga Framsóknarflokksins

Framsóknarflokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 á Alþingi, sama ár og Alþýðuflokkurinn var stofnaður.[1] Á þeim tíma stóð fyrri heimsstyrjöldin með tilheyrandi truflun á verslun og viðskiptum við útlönd. Konur höfðu öðlast kosningarétt árið áður og kosningaaldur hafði verið lækkaður úr 30 árum í 25. Því jókst fjöldi kosningabærra manna mjög. Í nóvember 1916 komu átta þingmenn saman á Seyðisfirði á leið til Reykjavíkur á þing. Það voru Sigurður Jónsson, Einar Árnason, Sveinn Ólafsson, Jón Jónsson, Þorsteinn M. Jónsson, Ólafur Briem, Guðmundur Ólafsson og Þorleifur Jónsson.[2] Þeir komu sér saman um að stofna þingflokk sem hlaut nafnið Framsóknarflokkurinn. Fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins, var Sigurður Jónsson sem sat sem atvinnumálaráðherra í þriggja ráðherra ríkisstjórn sem mynduð var ásamt Jóni Magnússyni fyrir Heimastjórnarflokkinn og Björn Kristjánsson fyrir Sjálfstæðisflokkinn (eldri), frá 1917 til 1920. Fyrsti formaður Framsóknarflokksins var Ólafur Briem.

Fram að 1930 starfaði flokkurinn eingöngu sem þingflokkur.[3] Á því tímabili takmörkuðust flokksmenn við þingmenn flokksins.[4] Árið 1938 var Samband ungra framsóknarmanna stofnað.

Árin 1971 til 1991 var Framsóknarflokkurinn mjög ríkjandi í íslenskum stjórnmálum og eru þessi tími stundum kallaður Framsóknaráratugirnir. Þeir voru í stjórn öll þessi ár ef undan er skildir nokkrir mánuðir í kringum áramótin 1980 og meira en helming tímans var forsætisráðherrann úr þeirra röðum. Tvisvar mynduðu þeir stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Algengast var þó á þessum árum að Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið ynnu saman, fjórum sinnum eða samtals í um tíu ár. Þeir höfðu þó aldrei þingmeirihluta og því varð alltaf að vera að minnsta kosti einn flokkur til viðbótar með í för.

Einn þekktasti stjórnmálamaður 9. áratugarins á Íslandi var Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Hann var fyrst kosinn í alþingiskosningum 1979 þegar framsóknarmenn bættu við sig miklu fylgi.

Talsverðar breytingar áttu sér stað innan flokksins frá 2007. Flokkurinn endurnýjaði forystu sína og styrkt tengslin við hugmyndafræði grasrótarinnar. Þann 17. nóvember 2008 sagði sitjandi formaður, Guðni Ágústsson, af sér þingmennsku og formannsembætti eftir mikla gagnrýni flokksmanna á flokksforystuna á miðstjórnarfundi helgina 15. - 16. nóvember. Valgerður Sverrisdóttir tók þá við sem formaður og gegndi því embætti þar til nýr formaður yrði kosinn á flokksþingi flokksins sem flýtt var fram til janúar 2009. Fimm manns buðu sig fram til formanns. Það voru þeir Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon, Jón Vigfús Guðjónsson, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tveir buðu fram til varaformanns en það voru þau Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson.[5] Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður flokksins 18. janúar á flokksþingi flokksins og Birkir Jón Jónsson var kjörinn varaformaður.[6] Þá buðu sig þrjú fram til ritara þau Gunnar Bragi Sveinsson, Sæunn Stefánsdóttir og Eygló Harðardóttir. Eftir að formaður og varaformaður höfðu verið kjörin dró Gunnar Bragi framboð sitt til baka til þess að gæta jafnræðis innan flokksforystunnar. Eygló Harðardóttir var þá kjörinn ritari. Í kjölfar þessara breytinga í forystusveit Framsóknar jókst stuðningur við flokkinn töluvert í könnunum. Sem dæmi í könnun á vegum MMR rannsókna dagana 20.-21. janúar mældist flokkurinn með 17% fylgi. Frá janúar 2008 fjölgaði flokksmönnum í Framsóknarflokknum um 20%.[7]

Að kvöldi 6. janúar 2009 skráðu 70 manns sig í Framsóknarfélag Reykjavíkur. Fjórtán fyrri flokksmeðlimir, þ.á m. Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður flokksins og Sæunn Stefánsdóttir ritari flokksins, sendu frá sér ályktun þar sem þau sögðust hafa orðið „vitni að fjandsamlegri yfirtöku á félaginu.“ Á fundi félagsins sem haldinn var sama kvöld var lagður fram og samþykktur nýr listi flokksmanna úr félaginu sem innihélt einhverja af nýju meðlimunum sem sækja munu landsfund flokksins sem er í janúar 2009.[8]

Á flokksþingi flokksins 9. apríl 2011 var samþykkt ályktun með talsverðum meirihluta að "Íslendingar skulu áfram leita eftir samstarfi við þjóðir innan og utan Evrópusambandsins á grundvelli frjálsra og sanngjarna samninga og samvinnu sem byggir á jöfnuði og ábata allra aðila. Með slíkum samskiptum geta íslensk stjórnvöld tryggt hagsmuni Íslands best á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun flokkurinn berjast fyrir þeim rétti".[9]

Í lok maí 2011 fjölgaði þingmönnum Framsóknarflokksins í tíu er Ásmundur Einar Daðason fyrrum þingmaður VG gekk til liðs við Framsóknarflokkinn eftir að hafa verið utan þingflokka um skamman tíma. Þeim fækkaði svo aftur þegar Guðmundur Steingrímsson gekk úr flokknum í ágúst 2011. Guðmundur gaf síðar það út að hann gæti stutt þáverandi ríkistjórnina falli kæmi til þess.[10]

Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2014 lýsti oddviti Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík yfir andstöðu við úthlutun lóðar undir mosku í Reykjavík þar sem oddvitinn taldi óásættanlegt að borgin færi að gefa lóðir undir bænahús, og flokkurinn var í kjölfarið sakaður um að gæla við þjóðernispopúlisma, þrátt fyrir að Sigrún Magnúsdóttir þáverandi þingflokksformaður, og Gunnar Bragi Sveinsson þáverandi utanríkisráðherra fordæmdu ummæli oddvitans. Í grundvallarstefnuskrá Framsóknarflokksins segir eftirfarandi; "Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs."[11][12][13][14][15][16]

Árangur í alþingiskosningum

Kosningar Atkvæði % Þingsæti +/– Sæti Stjórnarþátttaka
1919 3.115 22,2
11 / 40
11 3. Stjórnarandstaða
1923 8.062 26,6
15 / 42
4 2. Í stjórnarsamstarfi
1927 9.532 29,8
19 / 42
4 1. Í stjórnarsamstarfi
1931 13.844 35,9
23 / 42
4 1. Hreinn meirihluti
1933 8.530 23,9
17 / 42
6 2. Í stjórnarsamstarfi
1934 11.377 21,9
15 / 49
2 2. Í stjórnarsamstarfi
1937 14.556 24,9
19 / 49
4 1. Í stjórnarsamstarfi
1942 (júl) 16.033 27,6
20 / 49
1 1. Stjórnarandstaða
1942 (okt) 15.869 26,6
15 / 52
5 2. Stjórnarandstaða
1946 15.429 23,1
13 / 52
2 2. Stjórnarandstaða
1949 17.659 24,5
17 / 52
4 2. Stjórnarandstaða
1953 16.959 21,9
16 / 52
1 2. Í stjórnarsamstarfi
1956 12.925 15,6
17 / 52
1 2. Í stjórnarsamstarfi
1959 (jún) 23.061 27,2
19 / 52
2 2. Stjórnarandstaða
1959 (okt) 21.882 25,7
17 / 60
2 2. Stjórnarandstaða
1963 25.217 28,2
19 / 60
2 2. Stjórnarandstaða
1967 27.029 28,1
18 / 60
1 2. Stjórnarandstaða
1971 26.645 25,3
17 / 60
1 2. Í stjórnarsamstarfi
1974 28.381 24,9
17 / 60
0 2. Í stjórnarsamstarfi
1978 20.656 16,9
12 / 60
5 4. Í stjórnarsamstarfi
1979 30.861 24,9
17 / 60
5 2. Stjórnarandstaða
1983 24.754 18,5
14 / 60
3 2. Í stjórnarsamstarfi
1987 28.902 18,9
13 / 63
1 2. Í stjórnarsamstarfi
1991 29.866 18,9
13 / 63
0 2. Stjórnarandstaða
1995 38.485 23,3
15 / 63
2 2. Í stjórnarsamstarfi
1999 30.415 18,4
12 / 63
3 3. Í stjórnarsamstarfi
2003 32.484 17,7
12 / 63
0 3. Í stjórnarsamstarfi
2007 21.350 11,7
7 / 63
5 4. Stjórnarandstaða
2009 27.699 14,8
9 / 63
2 4. Stjórnarandstaða
2013 46.173 24,4
19 / 63
10 2. Í stjórnarsamstarfi
2016 21.791 11,5
8 / 63
11 4. Stjórnarandstaða
2017 21.016 10,7
8 / 63
0 4. Í stjórnarsamstarfi
2021 34.501 17,3
13 / 63
5 2. Í stjórnarsamstarfi
2024 16.578 7,8
5 / 63
8 6. Stjórnarandstaða

Núverandi staða Framsóknarflokksins

Í Alþingiskosningunum 2021 fékk Framsóknarflokkurinn þrettán þingmenn kjörna, aukning um 5 frá 2017. Framsókn var af mörgum talinn sigurvegari kosninganna og var þingmannsauking Framsóknar nóg til að halda þáverandi ríkisstjórn í meirihluta.[17] Flokkurinn myndaði síðan aftur ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum í kjölfarið undir forrystu Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Framsókn fékk í sinn hlut fjögur ráðuneyti, aukning um eitt frá 2017; Innviðaráðuneytið (Sigurður), Menningar- og viðskiptaráðuneytið (Lilja), Mennta- og barnamálaráðuneyti (Ásmundur) og Heilbrigðisráðuneytið (Willum).

Í sveitastjórnarkosningunum 2022 tvöfaldaðist fylgi Framsóknar á landsvísu og fjölgaði fulltrúum Framsóknar í sveitarstjórnum landsins um 23, í 69 fulltrúa. Framsókn bauð fram lista í 26 sveitarfélögum og fékk fulltrúa í þeim öllum. Auk þeirra 69 sveitarstjórnarfulltrúa sem voru kjörnir af listum Framsóknar sitja margir aðrir fulltrúar flokksins í sveitastjórnum, þá annað hvort kjörin af óháðum framboðum eða í óbundinni kosningu. [18]

B-listi Framsóknar er í meirihlutum í 17 sveitarfélögum um landið.

Höfuðborgarsvæðið

Norðvesturkjördæmi

Norðausturkjördæmi

Suðurkjördæmi

B-listi Framsóknar fékk einnig fulltrúa í eftirfarandi sveitarfélögum.

Baráttumál

Á upphafsárum Framsóknarflokksins stóð flokkurinn meðal annars fyrir; sjálfstæði þjóðarinnar, innlendum þjóðbanka (vegna ástands bankamála á þeim tíma) og alþýðumenntun sem hann taldi hornstein allra þjóðþrifa.[19]

Undir forsæti Tryggva Þórhallssonar á fjórða áratuginum sat ríkisstjórn Framsóknarflokksins ein að völdum og á 5 árum tók við mikil uppbygging. Lagt var ofurkapp á að byggja upp innviði samfélagsins. Vegagerð og brúasmíði, hafnarmannvirki og vitar voru byggðir, Landhelgisgæslan efld og skip leigð af ríkisstjórninni til þess að auka aflaverðmæti íslensks fisks. Þá voru byggð mörg af glæsilegustu húsum landsins, Landspítalinn tók til starfa og Þjóðleikhúsið byggt. Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði og til að efla lýðræðisumræðu og fræða þjóðina var Ríkisútvarpið stofnað.[20]

Atvinnumál hafa þó verið ofarlega á blaði hjá Framsókn síðastliðina áratugi og þekkt er atvinnuátak Framsóknar frá 1995 þegar þeir komust í ríkistjórn sem skapaði 13.000 störf.[21] Þá hefur Framsókn verið framarlega í jafnréttis og siðferðismálum og var fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem setti sér bæði kynjakvóta, fyrir bæði kyn(2005)[22] og siðareglur(2009)[23]. Kynjakvótanum var síðan fyrst beitt 2009, þegar karlmaður var færður upp á kosningarlistanum í Suðvesturkjördæmi eftir að konur röðuðust í öll efstu sætin sem þótti athyglisvert enda settur inn vegna baráttu landssambands framsóknarkvenna.[24]

Framsóknarflokkurinn stóð einnig framarlega í Icesave málinu og voru harðir andstæðingar þess að íslendingum bæri að borga.[25] Þá vildu þeir setja fleiri fyrirvara við samningana[26] og gagnrýndu samningsferlið.[27] Talið er að barátta Framsóknarflokksins gegn Icesave hafi styrkt Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins.[28]

Flokksskipulag

Framkvæmdastjórn[29]

Þingflokkur[30]

Alþingiskosningarnar árið 2017

Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir Norðvesturkjördæmi, Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir Norðausturkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir Suðurkjördæmi, Willum Þór Þórsson Suðvesturkjördæmi og Lilja Dögg Alfreðsdóttir Reykjavíkurkjördæmi suður.[31]

Alþingiskosningarnar árið 2016

Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir Norðvesturkjördæmi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir Norðausturkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir Suðurkjördæmi, Eygló Harðardóttir Suðvesturkjördæmi og Lilja Dögg Alfreðsdóttir Reykjavíkurkjördæmi suður.[32]

Alþingiskosningarnar árið 2013

Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna M. Sigmundsdóttir Norðvesturkjördæmi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir Norðausturkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Einarsson Suðurkjördæmi, Eygló Þóra Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson Suðvesturkjördæmi, Frosti Sigurjónsson og Sigrún Magnúsdóttir Reykjavíkurkjördæmi norður, Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson Reykjavíkurkjördæmi suður.[33]

Alþingiskosningarnar árið 2009

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bagi Sveinsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Vigdís Hauksdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Guðmundur Steingrímsson.

Ásmundur Einar Daðason gekk til liðs við þingflokkinn þann 1. júní 2011.[34]

Alþingiskosningarnar árið 2007

Guðni Ágústson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Magnús Stefánsson, Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þórhallsson, Bjarni Harðarson.

Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku þann 11. nóvember 2008.[35] Helga Sigrún Harðardóttir, annar varaþingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, tók sæti hans.

Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku þann 17. nóvember 2008.[36] Eygló Harðardóttir, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í suðurkjördæmi, tók sæti hans.

Alþingiskosningarnar árið 2003

Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Árni Magnússon, Magnús Stefánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Hjálmar Árnason, Birkir Jón Jónsson, Dagný Jónsdóttir, Jónína Bjartmarz.

Sæunn Stefánsdóttir tók sæti Halldórs Ásgrímssonar eftir formannskipti.[37]


Þingflokkur framsóknarmanna kýs sér þriggja manna stjórn í upphafi hvers þings, formann og tvo meðstjórnendur, til eins árs í senn.

Á fundum þingflokksins eiga sæti auk þingmanna skv. lögum flokksins, ráðherrar hans, framkvæmdastjórnarmenn, formenn SUF og LFK eða varamenn þeirra með málfrelsi, tillögurétt en ekki atkvæðisrétt, þótt ekki séu þingmenn.[38]

Sérsambönd

Formenn

Formenn Kjörinn Hætti
Ólafur Briem 1916 1920
Sveinn Ólafsson 1920 1922
Þorleifur Jónsson 1922 1928
Tryggvi Þórhallsson 1928 1932
Ásgeir Ásgeirsson 1932 1933
Sigurður Kristinsson 1933 1934
Jónas Jónsson frá Hriflu 1934 1944
Hermann Jónasson 1944 1962
Eysteinn Jónsson 1962 1968
Ólafur Jóhannesson 1968 1979
Steingrímur Hermannsson 1979 1994
Halldór Ásgrímsson 1994 2006
Jón Sigurðsson 2006 2007
Guðni Ágústsson 2007 2008
Valgerður Sverrisdóttir 2008 2009
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2009 2016
Sigurður Ingi Jóhannsson 2016 Enn í embætti

Varaformenn

Formenn Kjörinn Hætti
Ólafur Jóhannesson 1960 1968
Einar Ágústsson 1968 1980
Halldór Ásgrímsson 1980 1994
Guðmundur Bjarnason 1994 1998
Finnur Ingólfsson 1998 2001
Guðni Ágústsson 2001 2007
Valgerður Sverrisdóttir 2007 2008
Birkir Jón Jónsson 2009 2013
Sigurður Ingi Jóhannsson 2013 2016
Lilja Alfreðsdóttir 2016 Enn í embætti

Eitt og annað

  • Hin leiðin voru orð sem voru notuð til að lýsa stefnu Framsóknarflokksins meðan Eysteinn Jónsson var formaður flokksins. Orðin voru hluti af ræðu sem hann hélt á alþingi 13. október 1965. Helgi Bergs, ritari flokksins, bætti við þessi orð árið eftir og sagði: Aðeins ein leið [er] til - það er hin leiðin.
  • Opin í báða enda voru orð sem notuð voru til að lýsa stefnu Framsóknarflokksins meðan Ólafur Jóhannesson var formaður flokksins.
  • Plan B var fullmótuð stefna sem framsóknarflokkurinn kynnti haustið 2011 sem afstöðu þeirra til mikilvægustu málaflokkanna sem viðkom efnahags og atvinnuástandinu.

Tilvísanir

  1. Frá Alþingi[óvirkur tengill] Ísafold (1874), 20. desember 1916
  2. Framsóknarflokkurinn hálfrar aldar gamall, Morgunblaðið 16. desember 1966
  3. Níræð flokkaskipan Geymt 8 júlí 2007 í Wayback Machine, grein á Vefritinu eftir Magnús Má Guðmundsson
  4. Framsóknarflokkurinn átti hálfrar aldar afmæli í gær, Dagur (1918), 17. desember 1966
  5. Sigmundur Davíð býður sig fram
  6. Sigmundur kjörinn formaður
  7. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090320125355/www.framsokn.is/frettabref/?i=1298
  8. Fjandsamleg yfirtaka á framsóknarfélagi
  9. [1]
    Sjá: ályktanir flokksþingsins í heild sinni (pdf)
  10. http://www.visir.is/kemur-til-greina-ad-verja-rikisstjornina-falli-ef-jon-hverfur-a-braut/article/2011111128816
  11. „Hvað þarf að segja til að vera þjóðernishyggjuflokkur?“.
  12. „Segir sig frá lista Framsóknar í Reykjavík“.
  13. „Geir segir Framsókn hafa hlaupið á sig í moskumálinu“.
  14. „Formaður ungra segir sig úr Framsókn. „Óheilbrigð þjóðernishyggja í flokknum." Fylgir Guðmundi“.
  15. „Útlendingaandúð fleytti Framsókn inn í borgarstjórn“.
  16. „„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni".
  17. „Stjórnin hélt velli - Framsókn sigurvegari kosninganna“. RÚV. 26. september 2021. Sótt 1. febrúar 2022.
  18. „Sögulegar sveitarstjórnarkosningar 2022 - RÚV.is“. RÚV. 15. maí 2022. Sótt 26. janúar 2024.
  19. http://www.felagshyggja.net/StefnaXB1917.pdf
  20. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20110409035406/www.framsokn.is/Flokkurinn/Fyrir_fjolmidla/Frettir/?b=1,5858,news_view.html
  21. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/722845/
  22. http://www.visir.is/kynjakvoti-samthykktur/article/2005502270382
  23. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/04/24/framsokn_setur_ser_sidareglur/
  24. http://eyjan.is/2009/03/09/kvennasveiflan-athyglisverdust-i-profkjorum-og-forvali-helgarinnar/[óvirkur tengill]
  25. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20090422023616/www.framsokn.is/Forsida/Fra_formanni/?b=1,4555,news_view.html
  26. http://www.visir.is/framsoknarmenn-vilja-ganga-lengra-i-icesave-fyrirvorum/article/2009157742550
  27. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2015. Sótt 28. mars 2012.
  28. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/04/10/sigmundur_sterkari_veik_stada_bjarna/
  29. „Framsokn.is - Framkvæmdastjórn“. Framsokn.is (bandarísk enska). Sótt 1. febrúar 2022.
  30. „Framsóknarflokkurinn“. Alþingi. Sótt 1. febrúar 2022.
  31. „Landið 2017“. kosningasaga. 28. september 2017. Sótt 15. júní 2023.
  32. „Landið 2016“. kosningasaga. 6. september 2016. Sótt 15. júní 2023.
  33. „Landið 2013“. kosningasaga. 7. maí 2013. Sótt 15. júní 2023.
  34. mbl.is, 1. júní 2011 : Ásmundur Einar í Framsóknarflokkinn
  35. mbl.is, 11. nóvember 2008 : Bjarni segir af sér
  36. mbl.is, 17. nóvember 2008 : Guðni segir af sér þingmennsku
  37. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2006/06/10/thrir_nyir_radherrar_framsoknarmanna/
  38. „Framsokn.is - Þingflokkurinn“. Framsokn.is (bandarísk enska). Sótt 1. febrúar 2022.

Tenglar

Úr fjölmiðlum