Alþingiskosningar 1931

Alþingiskosningar 1931 voru kosningar til Alþingis Íslands sem fóru fram 12. júní 1931. Á kjörskrá voru 50.617 manns og kosningaþátttaka var 78,2%. Niðurstöður kosninganna urðu þær að ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar hélt velli með fjögurra þingmanna meirihluta en aðeins 35% atkvæða á bak við sig vegna þess ójafnvægis sem var milli atkvæðavægis í dreifbýlum kjördæmum og þéttbýlum. Niðurstöður kosninganna þóttu samt mikill varnarsigur fyrir Framsóknarflokkinn eftir Þingrofsmálið þá um vorið.

Niðurstöður

Niðurstöður kosninganna voru þessar:

Flokkur Formenn Atkvæði % +/- Þingmenn +/-
Alþýðuflokkurinn Jón Baldvinsson 6.198 15,7 -3,3 4 (1) -1
Framsókn Tryggvi Þórhallsson 13.840 35,0 +4,7 23 (2) +4
Sjálfstæðisflokkurinn Jón Þorláksson 17.171 43,3 -0,7 15 (2) -1
Kommúnistaflokkurinn Brynjólfur Bjarnason 1.165 3,0 0
Aðrir og utan flokka 1.231 3,1 0 -1
Alls 39.605 100 42

Tengt efni

Kosningasaga


Fyrir:
Alþingiskosningar 1927
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1933