Miðflokkurinn er stjórnmálaflokkur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stofnaði árið 2017 eftir að hann yfirgaf Framsóknarflokkinn.
Í fyrstu könnun sem mældi fylgi flokksins hlaut hann um 7%.[1] Flokkurinn bauð sig fram í Alþingiskosningunum 2017 og fékk 10,87% atkvæða sem svarar til sjö þingmanna.[2] Flokkurinn fékk níu sveitarstjórnarmenn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Tveir þingmenn til viðbótar, þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, gengu til liðs við Miðflokkinn í febrúar 2019 eftir að hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins árið 2018.[3] Með inngöngu þeirra í flokkinn varð Miðflokkurinn stærsti þingflokkur í stjórnarandstöðunni. Flokkurinn bauð síðan aftur fram í alþingiskosingunum 2021 og fékk 5,4% fylgi og misstu þeir sex þingmenn, en þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru einu sem komust á þing það árið. Birgir gekk svo til liðs við Sjálfstæðisflokkinn tveimur vikum eftir kosningar. Miðflokkurinn fékk sex sveitarstjórnarmenn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2022. Árið 2020 ákvað flokkurinn að leggja niður embætti varaformanns og var það gert árið 2021.
Kjörfylgi í alþingiskosningum
Kosningar
|
Atkvæði
|
%
|
Þingsæti
|
+/–
|
|
Stjórnarþátttaka
|
2017
|
21.335
|
10,9
|
|
7
|
5.
|
Stjórnarandstaða
|
2021
|
10.879
|
5,5
|
|
4
|
8.
|
Stjórnarandstaða
|
2024
|
25.700
|
12,1
|
|
5
|
5.
|
Stjórnarandstaða
|
Heimildir