Danske Bank

Höfuðstöðvar Danske Bank í Kaupmannahöfn.

Danske Bank er danskur banki sem rekur útibú á Norðurlöndunum, á Írlandi (Norður-Írlandi og Írska lýðveldinu) og í Eystrasaltslöndunum.[1] Höfuðstöðvar bankans eru í Kaupmannahöfn. Árið 2018 kom í ljós að Danske Bank hefur aðstoðað erlenda glæpamenn og einræðisherra með að þvo peninga í gegnum útibú bankans í Eistlandi.

Bankinn gefur út bresk pund (merkt "Danske Bank") á Norður-Írlandi, einn af þremur bönkum sem hefur leyfi, af sögulegum ástæðum, til að gefa út pund þar (Seðlabanki Englands gefur út fyrir England og Wales).

Tilvísanir

  1. „Banking“. Sótt 3. ágúst 2010.

Tenglar

  Þessi fyrirtækjagrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.