Það var stofnað árið 1878 undir nafninu Newton Heath LYR Football Club. Árið 1902 breytti félagið nafninu í Manchester United og árið 1910 flutti félagið á Old Trafford. Áður en Old Trafford var byggður lék félagið á ýmsum stöðum.
Allt byrjaði þó á North Road sem um þetta leyti var notaður sem krikketvöllur og tók 12.000 áhorfendur í sæti. Eftir Það flutti félagið frá Newton Heath til Clayton, 2,2 kílómetra í norður. Nýi leikvangurinn var nefndur Bank Street. Þetta var heimavöllur hjá Newton Heath Lancashire and Yorkshire Railway, félagið breytti síðar um nafn eins og áður var getið, í Manchester United Football Club árið 1902.
Liðið er sigursælasta félag Englands. Hinn 22. apríl árið 2013 vann félagið sinn 20. meistaratitil í Premier League sem er met. Félagið hefur í 11 skipti unnið Enska bikarinn (The Football Association Challenge Cup), 6 sinnum hefur það unnið Enska deildabikarinn, og 19 sinnum Samfélagsskjöldinn (einnig er met). Það hefur einnig unnið fjölda alþjóðalegra titla; þrisvar unnið Meistaradeild Evrópu og þrisvar Evrópukeppni bikarhafa. Eitt skipti hefur sigrað HM Félagsliða. Árið 1998–99 vann félagið þrjá titla á einu ári, á ensku kallað treble, þegar félagið vann Premier League, Enska bikarinn og Meistaradeild Evrópu. Ekkert enskt lið geta leikið eftir.
Árið 1968 var Manchester United fyrsta enska félagið sem vann Meistaradeild Evrópu. Alex Ferguson stýrði liðinu frá árinu 1986 til ársins 2013. Hann er sá þjálfari sem hefur unnið flesta meistaratitla í enskum fótbolta. Hann er einnig sá þjálfari sem hefur verið þjálfari í lengsta tíma hjá einu félagsliði í Premier League.[1] Í mai árið 2013 lét hann af störfum, sá sem tók við af honum var David Moyes, sem tók við þann 1. júli árið 2013. Hann var áður knattspyrnustjóri Everton F.C.Bobby Charlton var markahæsti leikmaður í sögu félagsins í áratugi allt til ársins 2017 þegar Wayne Rooney sló það met.