John Lloyd Ackrill, þekktari sem J.L. Ackrill, (30. desember 1921 – 30. nóvember 2007) var fornfræðingur og heimspekingur sem sérhæfði sig í fornaldarheimspeki, einkum heimspeki Platons og Aristótelesar. Um Ackrill hefur verið sagt að hann hafi verið ásamt Gregory Vlastos og G.E.L. Owen einn mikilvægasti fræðimaðurinn á sviði forngrískrar heimspeki í hinum enskumælandi heimi á síðari hluta 20. aldar.[1] Hann var lengst af prófessor í heimspekisögu við Oxford-háskóla.
Helstu rit
Bækur
- Essays on Plato and Aristotle (1997)
- Aristotle the Philosopher (1981)
- Aristotle's Ethics (1983)
Þýðingar
- Aristotle, A New Aristotle Reader (1988)
- Aristotle, Categories and De Interpretatione (1963)
Tilvísanir
Tenglar