John Nance Garner

John Nance Garner
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1933 – 20. janúar 1941
ForsetiFranklin D. Roosevelt
ForveriCharles Curtis
EftirmaðurHenry A. Wallace
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Í embætti
7. desember 1931 – 3. mars 1933
ForveriNicholas Longworth
EftirmaðurHenry Rainey
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 15. kjördæmi Texas
Í embætti
4. mars 1903 – 3. mars 1933
ForveriKjördæmi stofnað
EftirmaðurMilton H. West
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. nóvember 1868(1868-11-22)
Red River County, Texas, Bandaríkjunum
Látinn7. nóvember 1967 (98 ára) Uvalde, Texas, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiMariette Rheiner (g. 1895; d. 1948)
Börn1
HáskóliVanderbilt-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

John Nance Garner III (22. nóvember 1868 – 7. nóvember 1967), einnig þekktur undir viðurnefninu Cactus Jack, var bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum. Hann var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá 1931 til 1933 og síðan varaforseti Bandaríkjanna á fyrstu tveimur kjörtímabilum Franklins D. Roosevelt forseta, frá 1933 til 1941.

Uppvöxtur og fjölskylda

Garner fæddist 22. nóvember árið 1868 í bjálkakofa í Red River County í Texas. Foreldrar hans voru John Nance Garner Jr. og Sarah Guest Garner.[1][2] Bjálkakofinn þar sem hann fæddist er ekki lengur til en húsið þar sem hann ólst upp stendur enn og er nú á götunni 260 South Main Street í Detroit, Texas.

Garner gekk í Vanderbilt-háskóla í Nashville, Tennessee, í eina önn en hætti síðan námi og sneri aftur heim. Hann nam lögfræði við lögmannsstofuna Sims and Wright í Clarksville, Texas, hlaut lögmannsréttindi árið 1890[1] og hóf lögmannsstörf árið 1896 í Uvalde, Texas.[3]

Garner hóf þátttöku í stjórnmálum árið 1893 þegar hann bauð sig fram til embættis héraðsdómara Uvalde County, helsta stjórnsýsluembætti sýslunnar. Andstæðingur Garners í prófkjöri Demókrataflokksins var kona og bóndadóttir, Mariette „Ettie“ Rheiner. Eftir kosningarnar steig Garner í væng við hana og kvæntist henni árið 1895. Garner vann prófkjörið og síðan kosningarnar. Hann gegndi dómaraembættinu til ársins 1896.[4][5]

Stjórnmálaferill í Texas

Garner var kjörinn á fulltrúadeild fylkisþings Texas árið 1898 og endurkjörinn árið 1900. Á þingtímabili hans var valið fylkisblóm fyrir Texas. Garner var ötull stuðningsmaður þess að fíkjukaktus yrði fyrir valinu og hlaut því viðurnefnið „Cactus Jack“. Lúpínan var hins vegar valin á endanum.

Garner samdi jafnframt frumvarp að lögum sem hefðu skipt Texas upp í fimm fylki. Frumvarpið var samþykkt á fulltrúadeildinni en fylkisstjórinn beitti neitunarvaldi gegn því.[5]

Árið 1901 greiddi Garner atkvæði með frumvarpi að lögum sem lögðu kosningaskatta. Lögin, sem meirihluti Demókrata á þinginu stóð fyrir, voru hönnuð til að erfiða skráningu kjósenda og draga úr fjölda svartra kjósenda og kjósenda úr öðrum minnihlutahópum í kosningum.[6] Lögin takmörkuðu kosningarétt flestra minnihlutahópa fram á sjöunda áratug 20. aldar og útrýmdu pólitískri samkeppni við Demókrata í Texas, sem varð í reynd flokksræði.[7]

Garner ferðaðist um suðurhluta Texas sem voru undir stjórn flokksklíka og vann sér inn stuðning pólitískra velgjörðamanna sem höfðu tangarhald á kjósendum og héraðskosningum. Bakhjarlar Garners bjuggu til kjördæmi sérstaklega fyrir hann með kjördæmahagræðingu, 15. kjördæmi Texas, sem var löng og mjó ræma sem var dregin þannig að hún náði yfir mikið landflæmi á landsbyggðinni.[8]

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings

Garner var kjörinn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings í fyrsta sinn árið 1902. Hann náði endurkjöri í kjördæminu fjórtán sinnum í röð. Kona hans var á launum sem einkaritari hans á þessum tíma. Á ferli sínum hélt Garner tryggð við hvíta landeigendur sem stjórnuðu kjörklefum í suðurhluta Texas. Hann leit á mexíkóskan kjósendahóp sinn sem „óæðri og óæskilega sem bandaríska ríkisborgara“.[8]

Garner var kjörinn sem leiðtogi minnihlutaþinghóps Demókrata árið 1929 og árið 1931 varð hann forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þegar Demókratar náðu meirihluta.[9][10]

Varaforseti (1933–1941)

Ljósmynd af Garner frá fjórða áratugnum.

Árið 1932 gaf Garner kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forstakosningarnar sama ár. Ljóst var orðið að Franklin D. Roosevelt, fylkisstjóri New York, var sigurstranglegasti frambjóðandinn, en hann vantaði 8.725 atkvæði upp á tilskilinn tveggja þriðju meirihluta til að tryggja sér útnefningu flokksins. Eftir að Garner gerði samkomulag við Roosevelt sem tryggði honum útnefninguna varð Garner varaforsetaefni hans.

Garner var endurkjörinn á fulltrúadeildina þann 8. nóvember 1932 og var um leið kjörinn varaforseti Bandaríkjanna. Þann 8. febrúar 1933 tilkynnti fráfarandi varaforsetinn Charles Curtis kjör eftirmanns síns, þingforsetans Garners, á meðan Garner sat við hlið hans aftan við ræðupúltið. Garner var annar maðurinn, á eftir Schuyler Colfax, sem gegndi bæði embætti forseta fulltrúadeildarinnar og forseta öldungadeildarinnar. Garner var endurkjörinn varaforseti ásamt Roosevelt árið 1936 og gegndi embættinu frá 4. mars 1933 til 20. janúar 1941.

Líkt og flestir varaforsetar á þessum tíma fékk Garner lítið að gera og hafði lítil áhrif á stefnumál forsetans. Hann lét síðar hin fleygu orð falla að varaforsetaembættið væri „ekki meira virði en fötufylli af volgu hlandi“.[11] Sagnfræðingurinn Patrick Cox telur hann hafa sagt þetta í samtali árið 1969 við Lyndon B. Johnson, sem ráðfærði sig við Garner um það hvort hann ætti að þiggja tilboð Johns F. Kennedy um að vera varaforsetaefni í forsetaframboði Kennedys.[12]

Á öðru kjörtímabili Roosevelts fór að anda köldu milli Garners og forsetans þar sem Garner var afar mótfallinn Roosevelt í ýmsum mikilvægum málefnum. Garner hvatti til inngrips alríkisstjórnarinnar til að binda enda á setuverkfall í verksmiðju General Motors í Flint í Michigan, studdi aðhald í ríkisútgjöldum, var á móti fyrirhuguðum breytingum Roosevelts á réttarkerfinu til að fjölga dómurum í Hæstaréttinum, og var á móti afskiptum framkvæmdavaldsins af innri störfum þingsins.[13]

Árin 1938 og 1939 hvöttu margir leiðtogar Demókrata Garner til að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 1940. Garner naut mests fylgis hinnar hefðbundnu forystu flokksins, sem var oft á öndverðum meiði við stuðningsmenn Nýju gjafarinnar sem Roosevelt hafði innleitt. Skoðanakönnun Gallup sýndi að Garner naut mests fylgis meðal kjósenda Demókrataflokksins, að því gefnu að Roosevelt hygðist virða hina gömlu hefð um að forsetinn gegndi aðeins tveimur kjörtímabilum.

Sumir aðrir Demókratar voru ekki eins hrifnir af Garner. Í vitnisburði við þingið lýsti verkalýðsforinginn John L. Lewis honum sem „verkalýðsglepjandi, pókerspilandi, viskíþambandi, illgjörnum gömlum karli“.[14]

Málverk af Garner varforseta frá u.þ.b. 1939

Garner lýsti yfir framboði en Roosevelt neitaði að útiloka að hann gæfi kost á sér að nýju. Ljóst var að ef Roosevelt færi fram að nýju ætti Garner litla möguleika á að vinna tilnefningu flokksins en hann hélt engu að síður áfram framboði. Hann var á móti sumum stefnumálum Nýju gjafarinnar, sér í lagi þeim sem áttu að höfða til verkafólks,[15] og var almennt mótfallinn því að forsetar sætu lengur en tvö kjörtímabil. Garner var þó jafnframt eignaður heiður af því að tryggja framgang fjölda lagasetninga á þingi á fyrstu hundrað dögum Roosevelts í embætti. Samband hans við Roosevelt fór ekki að kala fyrr en á öðru kjörtímabili hans, þegar vonir Garners um að leiðrétta fjárhagshallann og draga úr sumum velferðarverkefnum Nýju gjafarinnar þvurru.[16] Hann lét einnig að sér kveða á ríkisstjórnarfundum Roosevelts í tengslum við landlæg stefnumál og lagasetningaraðgerðir, sem stuðlaði að auknum áhrifum hins táknræna varaforsetaembættis.[16] Fyrirætlanir Roosevelts um að fjölga dómurum í Hæstarétti Bandaríkjanna árið 1937 jók ágreininginn milli þeirra Garners[16] og síðasta hálmstráið í sambandi þeirra kom þegar forsetinn reyndi að hreinsa burt andófsmenn úr Demókrataflokknum af þingi fyrir kosningarnar 1938.[16] Árið 1940 var Garner jafnframt farinn að styðja alríkislöggjöf gegn múgæsingsaftökum (e. lynching) (en líklega fremur af hentistefnu frekar en sannfæringu), sem Roosevelt var á móti.[17]

Á landsþingi Demókrataflokksins árið 1940 bjó Roosevelt svo um hnútana að „skyndilega“ yrði kallað eftir endurútnefningu hans sem forsetaefnis og vann útnefningu hans í fyrstu atkvæðagreiðslu. Garner hlaut aðeins 61 atkvæði af 1.093. Roosevelt valdi Henry A. Wallace sem varaforsetaefni sitt í stað Garners.[18]

Eftir varaforsetatíðina (1941–1967)

Garner lét af embætti þann 20. janúar 1941 og batt þar með enda á 46 ára feril í opinberum störfum. Hann dró sig til hlés á heimili sínu í Uvalde síðustu 26 ár ævi sinnar, stýrði þar umfangsmiklum fasteignum sínum, varði tíma sínum með langafabörnunum, og fór í fiskveiðiferðir. Á eftirlaunaárum Garners ráðfærðu stjórnmálamenn úr Demókrataflokknum sig gjarnan við hann og hann átti í nánu sambandi við eftirmann Roosevelts, Harry S. Truman.

Á 95. afmæli Garners, þann 22. nóvember 1963, hringdi John F. Kennedy Bandaríkjaforseti í hann til að óska honum til hamingju. Þetta var aðeins fáeinum klukkustundum áður en Kennedy var myrtur. Blaðamaðurinn Dan Rather segist hafa heimsótt búgarð Garners þennan morgun til að taka upp viðtal við Garner.[19]

Einkahagir og andlát

Gröf Garners í kirkjugarðinum í Uvalde.

Garner og Mariette Rheiner kynntust og urðu par eftir prófkjörið árið 1893. Þau giftust í Sabinal í Texas þann 25. nóvember árið 1895. Mariette var einkaritari eiginmanns síns á þingferli hans og var varaforsetafrú eftir að Garner var varaforseti. Sonur þeirra, Tully Charles Garner (1896–1968), varð banka- og viðskiptamaður. Garner lést úr kransæðastíflu þann 7. nóvember 1967, 15 dögum fyrir 99 ára afmæli sitt. Garner er enn langlífasti varaforseti í sögu Bandaríkjanna.[20]

Eftirmæli

Garner-safnið í Uvalde, Texas

Almenningsgarðurinn Garner State Park, sem er 30 km norðan við Uvalde, er nefndur eftir honum, og einnig Garner Field austan við borgina. Heimavist stúlkna við Southwest Texas Junior College er nefnd eftir eiginkonu hans. Grunnskólinn John Garner Middle School í San Antonio er einnig nefndur eftir honum.

Garner og Schuyler Colfax, varaforseti í stjórn Ulysses S. Grant, eru einu varaforsetarnir sem voru forsetar fulltrúadeildar þingsins áður en þeir urðu varaforsetar. Þar sem varaforsetinn er jafnframt forseti öldungadeildarinnar eru Garner og Colfax þeir einu sem hafa formlega stýrt báðum deildum þingsins.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „John Nance Garner, 32nd Vice President (1933-1941)“. Sótt 23. október 2017.
  2. Lionel V., Patenaude (15. júní 2010). „Garner, John Nance“. Texas State Historical Association. Sótt 27. mars 2018.
  3. Anders, Evan (11. febrúar 1987). Boss Rule in South Texas: The Progressive Era (enska). University of Texas Press. bls. 106. ISBN 978-0-292-70763-4.
  4. „GARNER, John Nance | US House of Representatives: History, Art & Archives“. history.house.gov (enska). Sótt 22. janúar 2023.
  5. 5,0 5,1 Neal, Steve (6. júlí 2004). Happy Days are Here Again: The 1932 Democratic Convention, the Emergence of FDR - and How America Was Changed Forever. Harper Collins. bls. 83. ISBN 0-06-001376-1. Sótt 13. janúar 2023.
  6. "Nixon v. Condon. Disfranchisement of the Negro in Texas", The Yale Law Journal, bindi 41, nr. 8, júní 1932, bls. 1212, sótt 21. mars 2008
  7. Texas Politics: Historical Barriers to Voting, accessed 11 Apr 2008 Geymt 2 apríl 2008 í Wayback Machine
  8. 8,0 8,1 Minutaglio, Bill (2021). A Single Star and Bloody Knuckles: A History of Politics and Race in Texas. University of Texas Press. bls. 68–69. ISBN 9781477310366.
  9. „The Opening of the 72nd Congress | US House of Representatives: History, Art & Archives“. history.house.gov.
  10. Patrick Cox, University of Texas at Austin, "John Nance Garner," West Texas Historical Association joint meeting with the East Texas Historical Association at Fort Worth, February 26, 2010
  11. Johns, Daniel (1. júlí 2012). „The Vice Presidents That History Forgot“. Smithsonian. Sótt 3. janúar 2017.
  12. Cox, Patrick L. „John Nance Garner on the Vice Presidency—In Search of the Proverbial Bucket“. Briscie Center for American History (bandarísk enska). Sótt 20. nóvember 2022.
  13. Sean J. Savage (1991). Roosevelt, the Party Leader, 1932–1945. University Press of Kentucky. bls. 33. ISBN 978-0-8131-1755-3.
  14. Time August 7, 1939
  15. „John Nance Garner“. Texas Monthly. nóvember 1996. Sótt 12. maí 2021.
  16. 16,0 16,1 16,2 16,3 „Garner the Vice President (1933–1941)“. Briscoe Center for American History. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2021. Sótt 12. maí 2021.
  17. Magness, Phillip W. (31. júlí 2020). „How FDR Killed Federal Anti-Lynching Legislation“. American Institute for Economic Research.
  18. Timothy Walch (1997). At the President's Side: The Vice Presidency in the Twentieth Century. University of Missouri Press. bls. 50. ISBN 9780826211330.
  19. Dan Rather, The Camera Never Blinks (1976), page 113.
  20. Lewis, Janna (22. desember 2015). „Texans who were presidents, vice-presidents“. Fort Hood Sentinel. Fort Hood, Texas. Sótt 21. desember 2022.

Ítarefni


Fyrirrennari:
Charles Curtis
Varaforseti Bandaríkjanna
(4. mars 193320. janúar 1941)
Eftirmaður:
Henry A. Wallace
Fyrirrennari:
Nicholas Longworth
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
(7. desember 19313. mars 1933)
Eftirmaður:
Henry Rainey


Read other articles:

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada Februari 2023. Vladislavs AgurjanovsNama lengkapVladislavs AgurjanovsLahir3 Desember 1989 (umur 34)Preiļi, LatviaPeringkat tertinggi782Tinggi186 m (610 ft 3 in)Berat750 kg (1.650 pon; 118 st) Vladislavs Agurjanovs (lahir 3 Desembe...

 

Australian newspaper For the English newspaper founded as The Referee, see Sunday Referee. Referee 20 October 1886 The Referee was a newspaper published in Sydney, Australia from 1886 to 1939.[1] History The Referee was first published on 20 October 1886 as The Sydney Referee by Edward Lewis.[2] In 1933 it absorbed The Arrow.[3] It ceased on 31 August 1939.[4][5] In 1887 Nat Gould started work as Verax, horse-racing editor for the paper, which published...

 

Makam Bellmer dan Zurn di Pemakaman Père Lachaise Hans Bellmer (13 Maret 1902 – 24 Februari 1975) merupakan seorang seniman Jerman, yang terkenal karena boneka wanita puber seukuran aslinya yang dia produksi pada pertengahan 1930-an. Para sejarawan seni dan fotografi juga menganggapnya sebagai fotografer surealisme. Daftar pustaka Die Puppe, 1934. La Poupée, 1936. (Translated to French by Robert Valançay) Trois Tableaux, Sept Dessins, Un Texte, 1944. Les Jeux de la Poupée, 1944. (Text b...

Кыска-кюй Направление башкирская и татарская народная музыка Истоки народная музыка Время и место возникновения XVIII век Годы расцвета XX век Родственные Узун-кюй Кыска-кюй (башк. ҡыҫҡа көй, тат. кыска көй от ҡыҫҡа — короткий, көй — напев, мелодия) — жанр башкирског�...

 

Disambiguazione – Kerosene rimanda qui. Se stai cercando altri significati, vedi Kerosene (disambigua). Il cherosene (o kerosene) è una miscela liquida di idrocarburi, incolore, infiammabile, utilizzato principalmente come combustibile o solvente. Una bottiglia di cherosene tinto in blu Indice 1 Etimologia 2 Storia 3 Distillazione 4 Usi 5 Legislazione europea e in Italia 6 Note 7 Altri progetti 8 Collegamenti esterni Etimologia Il nome deriva dal greco antico κηρός?, kerós&#...

 

Website providing medical information PatientIndustryMedicine and HealthcareFounded1996HeadquartersLondon, United KingdomArea servedUnited Kingdom (Patient Access)Worldwide (Patient.info)Key peopleSarah Jarvis (Clinical Director)OwnerEMIS HealthWebsitepatient.info Patient is a subsidiary of EMIS Health. First launching in 1996[1] as a directory of UK websites providing health related information, the company now provides digital healthcare products to the public in the form of Patient...

Disambiguazione – Se stai cercando il duca di Svevia che regnò negli anni 1105-1147, vedi Federico II di Svevia (duca). Federico II di HohenstaufenRitratto di Federico II con il falco dal suo trattato De arte venandi cum avibusImperatore dei RomaniStemma In carica22 novembre 1220 –13 dicembre 1250 Incoronazione22 novembre 1220 PredecessoreOttone IV SuccessoreCorrado IV Re di Siciliacome Federico IIn carica27 novembre 1198 –13 dicembre 1250 Incoronazione17 maggio 1198 Predece...

 

Species of fish in northern North America Togue redirects here. For the culinary vegetable, see Mung bean sprout. For Lakes named Trout, see Trout Lake. For other uses, see Lake trout (disambiguation). Lake trout Conservation status Secure  (NatureServe) Scientific classification Domain: Eukaryota Kingdom: Animalia Phylum: Chordata Class: Actinopterygii Order: Salmoniformes Family: Salmonidae Genus: Salvelinus Subgenus: CristovomerWalbaum, 1792 Species: S. namaycush Binomial name Sa...

 

Castelfondo abolished municipality in Italy (en)Frazione Castelfondo (it) Tempat Negara berdaulatItaliaRegion otonom dengan status khususTrentino-Tirol SelatanProvinsi di ItaliaTrentinoCommune di ItaliaBorgo d'Anaunia (en) NegaraItalia Ibu kotaCastelfondo PendudukTotal614  (2017 )GeografiLuas wilayah25,87 km² [convert: unit tak dikenal]Ketinggian948 m Berbatasan denganBrez Fondo Laurein (en) St. Pankraz (en) Unsere Liebe Frau im Walde-St. Felix (en) SejarahSanto pelindungNikolas da...

Questa voce sull'argomento nobili è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Ǧazı II Giray Khan Ǧazı II Giray Khan, detto Bora o Tempesta (1551 – 1607), fu khan di Crimea dal 1588 al 1596 e dal 1597 al 1607. Poeta ed alleato degli Ottomani, si vide nel 1596 usurpare il trono dal fratello Fetih I Giray, che egli stesso catturò in battaglia e condannò a morte. Altri progetti Altri progetti Wikimedia Commons Wikimedia Commons contiene immagi...

 

2011 single by Selah SueSummertimeSingle by Selah Suefrom the album Selah Sue Released4 November 2011Recorded2011GenreR&B / SoulLength2:33LabelBecause MusicSongwriter(s)Sanne PutseysProducer(s)PatriceSelah Sue singles chronology This World (2011) Summertime (2011) Zanna (2011) Summertime is a song performed by Belgian musician and songwriter Selah Sue from her self-titled debut album Selah Sue. It was released on the 4 November 2011 as a Digital download in Belgium. The song was written b...

 

Political, social, and cultural movement and theory Part of a series onFeminism History Feminist history History of feminism Women's history American British Canadian German Waves First Second Third Fourth Timelines Women's suffrage Muslim countries US Other women's rights Women's suffrage by country Austria Australia Canada Colombia India Japan Kuwait Liechtenstein New Zealand Spain Second Republic Francoist Switzerland United Kingdom Cayman Islands Wales United States states Intersectional ...

Questa voce o sezione sull'argomento compositori britannici non cita le fonti necessarie o quelle presenti sono insufficienti. Puoi migliorare questa voce aggiungendo citazioni da fonti attendibili secondo le linee guida sull'uso delle fonti. Questa voce sull'argomento compositori britannici è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. A questa voce o sezione va aggiunto il template sinottico {{Artista musicale}} Puoi aggiu...

 

Chinese people in Ireland愛爾蘭華人Sínigh in ÉirinnChinese New Year celebration in Dublin, 2008Total population19,447 (2016)Regions with significant populationsDublinLanguagesMandarin, Cantonese, English, IrishReligionIrreligion, Buddhism, Atheism, ChristianityRelated ethnic groupsOverseas Chinese, British Chinese Hazel Chu as Lord Mayor of Dublin in 2021 Recitation of Chinese poetry at Dublin Connolly railway station to celebrate Chinese New Year. Chinese people in Ireland refer to pe...

 

此條目可能包含不适用或被曲解的引用资料,部分内容的准确性无法被证實。 (2023年1月5日)请协助校核其中的错误以改善这篇条目。详情请参见条目的讨论页。 各国相关 主題列表 索引 国内生产总值 石油储量 国防预算 武装部队(军事) 官方语言 人口統計 人口密度 生育率 出生率 死亡率 自杀率 谋杀率 失业率 储蓄率 识字率 出口额 进口额 煤产量 发电量 监禁率 死刑 国债 ...

المجلس الانتقالي الجنوبيمعلومات عامةالبلد اليمن التكوين 11-05-2017المدة 7 سنواتٍ و8 أيامٍالمقر الرئيسي عدن موقع الويب stcaden.com التركيبة الأساسيةالأحزاب الحراك الجنوبي والمقاومة الجنوبية وحزب رابطة الجنوب العربيالشعارتعديل - تعديل مصدري - تعديل ويكي بيانات المجلس الانتقالي ال�...

 

SMP Negeri 29 SurabayaInformasiDidirikan10 Oktober 1986JenisSekolah Standar Nasional dan Sekolah InklusifAkreditasiAKepala SekolahDrs.Sujatno,M.Pd.Rentang kelasVII, VII Inklusi, VIII, VIII Inklusi, IX , IX InklusiKurikulumKurikulum Tingkat Satuan PendidikanStatusNegeri‎NEM terendah26,30 (2012)NEM tertinggi28,70 (2012)AlamatLokasiJl. Prof. Dr. Moestopo 4, Surabaya, Jawa Timur,  IndonesiaTel./Faks.031-5022766 / 031-5033928Situs webhttps://smpn29sby.sch.id/Moto SMP Negeri 29 Sur...

 

Politics and government of Hong Kong Laws Basic Law Drafting Committee Consultative Committee Article 23 (national security laws) 2020 law 2024 law Article 45 Article 46 Article 69 One country, two systems Sino–British Joint Declaration Criminal law Capital punishment in Hong Kong Criminal procedure Jury system Law enforcement in Hong Kong Human rights LGBT rights in Hong Kong Internet censorship in Hong Kong Executive Chief Executive: John Lee Office of the Chief Executive Committee for S...

Shenyangcittà sub-provinciale瀋陽 o 沈陽 Shenyang – Veduta LocalizzazioneStato Cina ProvinciaLiaoning AmministrazionePrefettoLi Yingjie TerritorioCoordinate41°47′44″N 123°26′53″E41°47′44″N, 123°26′53″E (Shenyang) Altitudine55 m s.l.m. Superficie12 942 km² Abitanti8 294 171 (2017) Densità640,87 ab./km² Contee13 Altre informazioniCod. postale110000 Prefisso+86 (0)24 Fuso orarioUTC+8 Codice UNS21 01 Targa辽A CartografiaShenyang ...

 

Italo-colombiani Luogo d'origine Italia Popolazione35.000 cittadini italiani <2.000.000 Oriundi e discendenti, fin dell'epoca coloniale (2016)[1] LinguaSpagnolo, Italiano ReligioneCattolicesimo Distribuzione  Colombia20.000 Oriundi (1980)[2] 20.315 Oriundi (2019)[3] Manuale Un italo-colombiano è una persona nata in Colombia con antenati italiani, o un italiano ivi residente da molti anni. Indice 1 Origini dell'emigrazione 1.1 Periodo coloniale 1...