Andrew Jackson

Andrew Jackson
Andrew Jackson árið 1824 á málverki eftir Thomas Sully.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1829 – 4. mars 1837
VaraforsetiJohn C. Calhoun
Martin Van Buren
ForveriJohn Quincy Adams
EftirmaðurMartin Van Buren
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. mars 1767
Waxhaw-nýbyggðinni við landamæri Norður-Karólínu og Suður-Karólínu, bresku Ameríku
Látinn8. júní 1845 (78 ára) Nashville, Tennessee, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiRachel Donelson (g. 1794; d. 1828)
Börn3 ættleiddir synir
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður, herforingi, plantekrueigandi
Undirskrift

Andrew Jackson (15. mars 17678. júní 1845) var sjöundi forseti Bandaríkjanna og þjónaði því embætti frá 1829 til 1837. Jackson var fyrsti bandaríski forsetinn úr Demókrataflokknum og jafnframt fyrsti forsetinn sem ekki var af ríkum landeignarættum.

Æviágrip

Jackson fæddist í mikla fátækt á landamærum Norður- og Suður-Karólínu. Aðeins tólf ára gamall barðist Jackson gegn Bretum í bandaríska frelsisstríðinu. Jackson missti alla nánustu fjölskyldu sína í stríðinu en lærði söðlasmíði og stundaði kennslu til að afla sér viðurværis. Jackson hóf jafnframt laganám hjá dómara í bænum Salisbury og hlaut málflutningsleyfi þegar hann var tvítugur.[1] Sem ungur maður safnaði Jackson talsverðum auði, fyrst sem lögfræðingur en síðan sem stjórnmálamaður, kaupmaður og loks sem plantekrueigandi. Jackson flutti árið 1790 til Tennessee og eignaðist þar landspildu sem hann nefndi The Hermitage. Hann stundaði þar hrossa- og hanarækt mestalla ævi þegar hann var ekki önnum kafinn við hermennsku og stjórnmál.[1]

Eftir að Jackson fluttist til Tennessee gekk hann í heimavarnarlið Bandaríkjahers á svæðinu og var gerður að majór þegar Tennesse var viðurkennt sem fylki.[a] Hann var síðar hækkaður í tign og varð generalmajór.[a] Þegar stríð braust út á ný milli Bandaríkjanna og Bretlands árið 1812 var Jackson (sem kenndi Bretum um dauða fjölskyldu sinnar) fljótur að bjóða sig fram til herþjónustu ásamt her sjálfboðaliða undir hans stjórn. Jackson varð frægur fyrir frammistöðu sína í átökum við Indíana af Creek-þjóðerni sem börðust við hlið Breta.[b]

Í stríðinu var það Jackson sem vann orrustuna um New Orleans árið 1815 og vakti þannig athygli allrar þjóðarinnar. Reyndar var stríðinu þegar lokið þegar orrustan var háð en fréttir af friðarsáttmálanum höfðu enn ekki borist hermönnum í suðurhluta Bandaríkjanna. Engu að síður jók þessi sigur Jacksons undir blálok stríðsins verulega við hróður hans og gerði hann að þjóðhetju.

Stjórnmálaferill

Stjórnmálaferill Jacksons fór á flug eftir stríðið. Jackson bauð sig fram til forseta í kosningum árið 1824 og hlaut flest atkvæði en þar sem enginn frambjóðandi hlaut meirihluta úthlutaðra kjörmanna í kjörmannaráðinu kom það í hlut fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að kjósa forsetann. Fulltrúadeildin kaus John Quincy Adams í stað Jacksons, en þessi ákvörðun reitti stuðningsmenn Jacksons mjög til reiði. Jackson og stuðningsmenn hans töldu að Henry Clay, sem sjálfur hafði verið í framboði til forseta en var jafnframt forseti fulltrúadeildarinnar á þessum tíma, hefði fallist á að styðja Adams í skiptum fyrir að vera skipaður utanríkisráðherra í Adams-stjórninni.

Eftir kjör Adams til forseta stofnuðu félagar Jacksons Demókrataflokkinn. Jackson bauð sig fram á ný gegn Adams árið 1828 og vann í þetta sinn stórsigur. Í kosningunum var Jackson stillt upp sem „manni alþýðunnar“ á móti þurrlega hástéttarmanninum og atvinnustjórnmálamanninum Adams. Frægt er að eftir vígslu sína í embættið bauð Jackson almenningi í veislu í hvíta húsinu, en þar slettu stuðningsmenn hans svo mjög úr klaufunum að talsverðar skemmdir voru unnar á innanstokksmunum setursins. Andstæðingar Jacksons fóru að uppnefna hann „konung múgsins“ (King Mob) fyrir meintan múgæsing hans og lýðhyggju.

Mikið var þó um skítkast í báðum fylkingum á aðdraganda kosninganna og stuðningsmenn Adams veittu sér meðal annars að eiginkonu Adams, Rachel, fyrir meint fjölveri hennar. Rachel var undir miklu álagi og lést úr hjartaáfalli nokkrum dögum eftir kosningu Jacksons. Jackson kenndi stuðningsmönnum Adams um dauða hennar og sagði við jarðarför eiginkonu sinnar: „Megi Guð almáttugur fyrirgefa morðingjum hennar. Ég mun aldrei geta það.“[2]

Forsetatíð

Sem forseti gekk Jackson mjög hart fram til þess að ná fram stefnumálum sínum. Eitt af því alræmdasta og umdeildasta sem Jackson gerði á forsetatíð sinni var að skrifa árið 1830 undir lagasetningu um nauðungarflutninga á amerískum frumbyggjum frá heimalöndum þeirra í suðurhluta Bandaríkjanna til verndarsvæða sem Bandaríkjastjórn úthlutaði þeim vestan við Mississippi-fljót. Jackson gerði ýmsa samninga við fulltrúa frumbyggjaættbálka um samþykki þeirra fyrir því að vera fluttir inn á verndarsvæði en margir frumbyggjar efuðust um lagagildi þessara samninga og kvörtuðu yfir því að þeir sem skrifuðu undir samningana hefðu ekkert umboð til að tala fyrir ættbálkana í heild sinni. Nauðungarflutningarnir voru jafnan erfiðir og fjöldi Indíana lést úr vannæringu og þreytu á leiðinni.[3] Jackson komst stundum í kast við lögin með stefnu sinni gagnvart frumbyggjunum – árið 1832 kvað hæstaréttardómarinn John Marshall upp dóm um að stjórn Georgíufylkis mætti ekki banna hvítum Bandaríkjamönnum að fara inn á yfirráðasvæði frumbyggjanna þótt þeir væru að hvetja þar til andspyrnu gegn gerðum Bandaríkjastjórnar. Haft er eftir Jackson um dóminn: „John Marshall hefur tekið sína ákvörðun. Sjáum nú hvort hann getur látið framfylgja henni.“

Alræmdustu nauðungarflutningarnir sem Jackson stóð fyrir voru „táraslóðin“ (enska: Trail of Tears) árið 1839. Þeir nauðungarflutningar voru framkvæmdir á stjórnartíð eftirmanns Jacksons, Martins Van Buren, en þeir voru skipulagðir og byggðir á samningi sem gerður hafði verið á stjórnartíð Jacksons. Í þessum nauðungarflutningum voru um 16.543 frumbyggjar af Sérókaþjóðerni hraktir frá heimkynnum sínum í Georgíu, Suður-Karólínu, Norður-Karólínu, Tennessee, Texas og Alabama og neyddir til að fara fótgangandi til verndarlanda í núverandi Oklahoma. Um 2.000–8.000 af Sérókunum létust á leiðinni.[4][5][6][7][8]

  • Jackson, höfuðborg Mississippi er nefnd eftir honum.

Neðanmálsgreinar

  1. 1,0 1,1 (Jón Þ. Þór 2016, bls. 82)
  2. (Jón Þ. Þór 2016, bls. 83)

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Jón Þ. Þór (2016). Bandaríkjaforsetar. Hafnarfjörður: Urður bókafélag. bls. 81. ISBN 978-9935-9194-5-8.
  2. Boller, Paul F. Jr. (2004). Presidential Campaigns: From George Washington to George W. Bush. New York, NY: Oxford University Press.
  3. Remini, Robert V. (1977). Andrew Jackson and the Course of American Empire, 1767–1821. New York, NY: Harper & Row Publishers, Inc.
  4. Thornton, Russell (1991). „The Demography of the Trail of Tears Period: A New Estimate of Cherokee Population Losses“. Í William L. Anderson (ritstjóri). Cherokee Removal: Before and After. bls. 75–93.
  5. Curtis, Nancy C. (1996). Black Heritage Sites. United States: ALA Editions. bls. 543.
  6. Prucha, Francis Paul (1. janúar 1995). The Great Father: The United States Government and the American Indians. U of Nebraska Press. bls. 241 note 58.
  7. Ehle, John (8. júní 2011). Trail of Tears: The Rise and Fall of the Cherokee Nation. Knopf Doubleday Publishing Group. bls. 390–392.
  8. Carter, Samuel (1976). Cherokee sunset: a nation betrayed : a narrative of travail and triumph, persecution and exile. Doubleday. bls. 232.


Fyrirrennari:
John Quincy Adams
Forseti Bandaríkjanna
(18291837)
Eftirmaður:
Martin Van Buren


Read other articles:

Depok Raya FCNama lengkapDepok Raya Football ClubJulukanElang DepokBerdiri2009; 15 tahun lalu (2009), sebagai Bintang Timur Sukabumi17 Juli 2022; 19 bulan lalu (2022-07-17), sebagai Depok Raya FC[1]StadionStadion Mahakam(Kapasitas: 2.000)PemilikAskot PSSI Kota Depok 92% Dan Muhammad Yusuf Chatyawan 8%Ketua Muhammad Yusuf ChatyawanPelatih Ardiansyah Rahman[2]LigaLiga 3 Jawa Barat Kostum kandang Kostum tandang Kostum ketiga Depok Raya FC (atau singkatan dari Depok Raya...

 

Часть серии статей о Холокосте Идеология и политика Расовая гигиена · Расовый антисемитизм · Нацистская расовая политика · Нюрнбергские расовые законы Шоа Лагеря смерти Белжец · Дахау · Майданек · Малый Тростенец · Маутхаузен ·&...

 

Bagian dari seriIlmu Pengetahuan Formal Logika Matematika Logika matematika Statistika matematika Ilmu komputer teoretis Teori permainan Teori keputusan Ilmu aktuaria Teori informasi Teori sistem FisikalFisika Fisika klasik Fisika modern Fisika terapan Fisika komputasi Fisika atom Fisika nuklir Fisika partikel Fisika eksperimental Fisika teori Fisika benda terkondensasi Mekanika Mekanika klasik Mekanika kuantum Mekanika kontinuum Rheologi Mekanika benda padat Mekanika fluida Fisika plasma Ter...

Historic district in Iowa, United States United States historic placeRedmond Park-Grande AvenueHistoric DistrictU.S. National Register of Historic PlacesU.S. Historic district Russell & Clara Mantz House (1900)Show map of IowaShow map of the United StatesLocationRoughly bounded by U.S. Route 151, 19th St., and Washington Ave., Cedar Rapids, IowaCoordinates41°59′16″N 91°38′42″W / 41.98778°N 91.64500°W / 41.98778; -91.64500Area40.75 acres (16.49 ha)A...

 

العلاقات اليونانية الكازاخستانية اليونان كازاخستان   اليونان   كازاخستان تعديل مصدري - تعديل   العلاقات اليونانية الكازاخستانية هي العلاقات الثنائية التي تجمع بين اليونان وكازاخستان.[1][2][3][4][5] مقارنة بين البلدين هذه مقارنة عامة ومرجعية �...

 

Об экономическом термине см. Первородный грех (экономика). ХристианствоБиблия Ветхий Завет Новый Завет Евангелие Десять заповедей Нагорная проповедь Апокрифы Бог, Троица Бог Отец Иисус Христос Святой Дух История христианства Апостолы Хронология христианства Ран�...

International Committee on Taxonomy of VirusesTanggal pendirian1966; 58 tahun lalu (1966)Situs webictv.global Komite Internasional Taksonomi Virus adalah induk organisasi yang mengatur taksonomi dan nomenklatur untuk virus.[1] Komite Internasional Taksonomi Virus telah mengembangkan skema taksonomi universal untuk virus, dan karenanya memiliki sarana untuk menggambarkan, memberi nama, dan mengklasifikasikan setiap virus yang mempengaruhi organisme hidup secara tepat.[2] A...

 

Canal 15CaractéristiquesCréation 1992Disparition 2011Slogan « La télé proche de vous !»Langue FrançaisPays FranceStatut Généraliste localeSiège social La Roche-sur-YonSite web canal15-tv.comDiffusionAnalogique  NonNumérique chaîne no 25 (Multiplex L8, canal 56 UHF)Satellite  NonCâble NumericableIPTV Orange TV canal 240 Neuf TV : chaîne no 395 si décodeur relié à une diffusion analogiqueAire La Roche-sur-Yon et une partie de la Vendéemodifie...

 

Kypello Kyprou 2012-2013 Competizione Coppa di Cipro Sport Calcio Edizione 71ª Organizzatore CFA Date dal 31 ottobre 2012al 22 maggio 2013 Luogo  Cipro Partecipanti 28 Risultati Vincitore  Apollōn Limassol(7° titolo) Secondo  AEL Limassol Statistiche Incontri disputati 20 Gol segnati 64 (3,2 per incontro) Cronologia della competizione 2011-2012 2013-2014 Manuale La Kypello Kyprou 2012-2013 fu la 71ª edizione della coppa nazionale cipriota. Il torneo è iniziat...

Robert Lincoln beralih ke halaman ini. Untuk kegunaan lain, lihat Robert Lincoln (disambiguasi). Robert Todd Lincoln Menteri Perang Amerika Serikat 35Masa jabatan5 Maret 1881 – 5 Maret 1885PresidenJames GarfieldChester A. ArthurPendahuluAlexander RamseyPenggantiWilliam C. EndicottDuta Besar Amerika Serikat untuk Britania Raya Masa jabatan1889–1893PresidenBenjamin HarrisonPendahuluEdward J. PhelpsPenggantiThomas F. Bayard Informasi pribadiLahir(1843-08-01)1 Agustus 1843Springf...

 

1992 animated television series Fievel's American TailsCreated byDavid KirschnerBased onCharactersby David KirschnerJudy FreudbergTony GeissDirected byLarry JacobsVoices of Phillip Glasser Dom DeLuise Susan Silo Lloyd Battista Cathy Cavadini Dan Castellaneta Gerrit Graham Kenneth Mars Theme music composer Hank Saroyan Robert Irving ComposerMilan KymlickaCountry of origin United States Canada Original languageEnglishNo. of seasons1No. of episodes13ProductionExecutive producer Steven Spielberg ...

 

† Стеллерова корова Муляж стеллеровой коровы в Лондонском музее естествознания Научная классификация Домен:ЭукариотыЦарство:ЖивотныеПодцарство:ЭуметазоиБез ранга:Двусторонне-симметричныеБез ранга:ВторичноротыеТип:ХордовыеПодтип:ПозвоночныеИнфратип:Челюстно�...

Military Academy of the Bolivarian NavyAcademia Militar de la Armada BolivarianaLogo of the AMEB.MottoDios y PatriaMotto in EnglishGod and FatherlandTypeMilitaryEstablished1811Parent institutionBolivarian Military University of VenezuelaSuperintendentRDLM Jesús Landa Borges Commandant of CadetsCPT Ramon Garcia ZambranoLocationLas Zorra, Catia La Mar, Vargas, VenezuelaColorsWhite and Light blueAffiliationsArmed Forces of VenezuelaWebsitewww.umbv.edu.ve/amarb The Military Academy of the B...

 

Macro-Arawakan language family spoken in Colombia GuajibanWahívoan, GuajiboanGeographicdistributionColombian and Venezuelan LlanosLinguistic classificationMacro-Arawakan (?)GuajibanGlottologguah1252 Guajiboan (also Guahiban, Wahívoan, Guahiboan) is a language family spoken in the Orinoco River region in eastern Colombia and southwestern Venezuela, a savanna region known as the Llanos. Family division Guajiboan consists of 5 languages: Guajiboan Macaguane (also known as Hitnü, Macaguán, Ma...

 

2008年夏季奥林匹克运动会蒙古代表團蒙古国旗IOC編碼MGLNOC蒙古國家奧林匹克委員會網站olympic.mn(蒙古文)2008年夏季奥林匹克运动会(北京)2008年8月8日至8月24日運動員29參賽項目7个大项旗手马赫噶尔·巴亚贾夫赫兰獎牌榜排名第31 金牌 銀牌 銅牌 總計 2 2 0 4 历届奥林匹克运动会参赛记录(总结)夏季奥林匹克运动会1964196819721976198019841988199219962000200420082012201620202024冬季奥林�...

Questa voce sull'argomento arbitri di calcio è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Peter FröjdfeldtInformazioni personaliArbitro di Calcio ProfessioneManager Altezza180 cm Peso73 kg Attività nazionale AnniCampionatoRuolo 1997-2008AllsvenskanArbitro Attività internazionale AnniConfederazioneRuolo 2001-2008UEFA e FIFAArbitro EsordioAustria-Bielorussia 5-011 giugno 2003 Peter Fröjdfeldt (Eskilstuna, 14 novembre 1963) è un ex arbitro di cal...

 

此條目標題「佐洛特波蒂克」為暫定標題,可能為原創、不準確或有爭議。 (2023年9月23日)請注意使用此暫定標題並不代表對其認可,應先討論以達成共識,再更名(移動)至更適合的標題或維持原狀。 此條目已列出參考文獻,但因為沒有文內引註而使來源仍然不明。 (2015年9月16日)请加上合适的文內引註来改善这篇条目。 48°54′27″N 25°20′18″E / 48.90750°N 25.33833...

 

Derek SherinianSherinian pada acara Billy Idol tahun 2006Informasi latar belakangLahirlahir 25 Agustus 1966Laguna Beach, California, Amerika SerikatGenreRock instrumental, progressive metal, progressive rock, hard rock, jazz fusion, neo-classical metalPekerjaanMusisi, komposer, produserInstrumenKeyboard, GuitarTahun aktif1982–sekarangLabelInsideOut, Magna Carta RecordsArtis terkaitDream Theater, Planet X, Alice Cooper, Kiss, Yngwie Malmsteen, Billy Idol, Black Country Communion, Joe Bonamas...

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada Desember 2022. Nikolay KhomerikiLahir17 April 1975 (umur 49)RusiaPekerjaanSutradaraPenulis naskahTahun aktif2004-kini Nikolay Khomeriki (lahir 17 April 1975) adalah seorang sutradara dan penulis naskah asal Rusia. Ia menyutradarai enam film sejak 2004. Fil...

 

裴瑟琪배슬기女演员罗马拼音Bae Seul-Ki国籍 韩国出生 (1986-09-27) 1986年9月27日(38歲) 韩国京畿道加平郡职业歌手、演員语言韓語、英語、中文 母校祥明大學演劇學系出道日期2005年活跃年代2005年至今经纪公司Chan Entertainment(2023年—)[1]相关团体The Red 裴瑟琪(韓語:배슬기,1986年9月27日—),常譯為裴涩琪,韓國女歌手、演員。出道時以三人女子組合The Red的...