Zachary Taylor (24. nóvember 1784 – 9. júlí 1850) var 12. forseti Bandaríkjanna og þjónaði því embætti frá 1849 til 1850. Taylor hafði þjónað í bandaríkjaher í 40 ár áður en hann varð forseti og lést eftir einungis 16 mánuði í embætti.