Franklin Pierce

Franklin Pierce

Franklin Pierce (23. nóvember 18048. október 1869) var bandarískur stjórnmálamaður og 14. forseti Bandaríkjana, en hann þjónaði því embætti frá 1853 til 1857. Hann er eini bandaríski forsetinn sem kemur frá New Hampshire og var fyrsti forsetinn sem fæddist á 19. öld. Með útliti sínu og viðkunnalega persónuleika aflaði hann sér margra vina en hann varð fyrir áföllum í einkalífinu og tók þar af leiðandi ákvarðanir í embætti sem voru harðlega gagnrýndar. Vegna þessa hefur Pierce verið talinn einn af verstu forsetum Bandaríkjanna.

Forsetakjör Pierce

Fjórir aðilar sóttust eftir því að verða forsetaefni Demókrata árið 1852. James Buchanan, William Marcy, Stephen Douglas og Lewis Cass. Þeir voru svo jafnir að engin þeirra varð kjörinn forsetaefni. Í staðinn var ákveðið að sættast á að láta tiltölulega óþekktan stjórnmálamann vera forsetaefnið í staðinn fyrir að tvístra flokkinum. Franklin Pierce varð fyrir valinu. Hann átti enga óvini og ekkert orðspor hvorki gott né slæmt. Hann hafði þó barist í stríðinu við Mexíkó sem hentaði vel og var að auki nokkuð laglegur og góður ræðumaður. Franklin Pierce þótti nokkuð hlutlaus í deilum um þrælahald og tók litla almennt litla afstöðu í flestum málum. Hann tók heldur engan þátt í kosningabaráttunni sjálfri. Engu að síður vann hann og margir sagnfræðingar í dag vilja meina að það sé m.a. út af því að Winfield Scott, mótframbjóðandi hans úr flokki Vigga, þótti afar leiðinlegur maður.

Sorgleg forsetatíð

Aðeins tveimur mánuðum fyrir vígsluræðu Pierce í Mars lést sonur hans í lestarslysi sem Pierce og eiginkona hans urðu vitni að. Eiginkona Pierce var ekki viðstödd við vígsluathöfnina og engin veisla var haldin að henni lokinni. Pierce veitti stjórn landsins fremur litla athygli og varð harðlega gagnrýndur af þeim sem vildu afnema þrælahald fyrir að setja öfgasinnaða Demókrata í ráðherrastöður. Einnig voru miðjusinnaðir Demókratar ósáttir við það. Varaforseti Pierce, William Rufus King lést úr berklum fljótlega eftir að Pierce tók við embætti. Þegar Kansas var viðurkennt sem fylki á forsetatíð Pierce var stofnað hófust deilur um hvort að þrælahald ætti að vera löglegt þar eða ekki. Pierce tók ekki afstöðu í málinu og sagði að íbúar fylkisins ættu sjálfir að ákveða þetta. Íbúar Kansas fóru því að kjósa um þetta mál. Stuðningsmenn þrælahalds frá suðurríkjunum streymdu inn til þess að taka þátt í kosningunum (enda ómögulegt á tímum án persónuskilríkja að sannreyna hvar fólk bjó). Norðurríkjamenn svöruðu með því að halda sjálfir til Kansas, og innan skamms var fylkið uppfullt af helstu baráttumönnum fyrir og gegn þrælahaldi. Þegar kjörtímabili Pierce lauk logaði Kansas í deilum og fjölmörg morð höfðu orðið út af slagsmálum og átökum milli þrælasinna og andþrælasinna. Þrælasinnar neituðu að viðurkenna stjórnvöld Kansas og stofnuðu sín eigin. Andþrælasinnar svöruðu tilbaka með stofnun sinna eigin stjórnvalda. Kansas var orðið smækkuð útgáfa af Bandaríkjunum í borgarastyrjöldinni.


Fyrirrennari:
Millard Fillmore
Forseti Bandaríkjanna
(18531857)
Eftirmaður:
James Buchanan


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.