Los Angeles-sýsla (enska: Los Angeles County) er sýsla í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún er fjölmennasta sýsla Bandaríkjanna þar sem íbúafjöldinn árið 2020 var 10.014.009.[1] Í sýslunni búa fleiri en í 40 öðrum fylkjum landsins. Höfuðstaður sýslunnar, Los Angeles, er önnur fjölmennasta borg Bandaríkjanna, þar sem árið 2023 bjuggu í kringum 3.820.914 manns.[2]