Imperial-sýsla (enska: Imperial County; spænska: Condado de Imperial) er sýsla á suðausturjaðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Íbúafjöldinn árið 2020 var 179.702.[1] Höfuðstaður sýslunnar og stærsta borgin er El Centro.
Imperial-sýsla er staðsett í suðausturhluta Kaliforníu, í Imperial-dal. Hún liggur að San Diego-sýslu, Riverside-sýslu, Arizona og Baja California í Mexíkó.