Michigan er fylki í norðurhluta Bandaríkjanna. Michigan er frönsk útgáfa orðs Ojibwe-frumbyggja mishigama sem þýðir „stórt vatn“ eða „stórt stöðuvatn“ og dregur fylkið nafn sitt af Michiganvatni.
Michigan er níunda fjölmenntasta fylki Bandaríkjanna með um 10 milljónir íbúa. Það hefur stærstu ferskvatnslínu sjálfstjórnarlands í heiminum og er tengt saman af hinum fimm stóru vötnum, auk Saint Clair-vatnsins. Árið 2005 voru þriðju flestir frístundabátar skráðir þar, á eftir Kaliforníu og Flórída. Í Michigan eru 64.980 stöðuvötn og önnur vötn. Manneskja í fylkinu er aldrei meira en 10 km frá náttúrulegri uppsprettu vatns eða meira en 140 km frá strönd hinna miklu vatna. Michigan er stærsta fylkið fyrir austan ána Mississippi.
Michigan er eina fylkið sem samanstendur eingöngu af tveimur skögum. Neðri skaginn (e. Lower Penisula), sem nafnið á átti fyrst um er oft nefnt „vettlingurinn“ af íbúunum, vegna lagsins. Þegar fólk frá Michigan er spurt hvaðan það kemur bendir það oft á hendi viðkomandi. Efri skaginn (oft kallaður The U.P.) er skilinn frá þeim neðri með Mackinac-sundi, átta kílómetra vatni sem sameinar Huron-vatn og Michigan-vatn. Efri skaginn er efnahagslega mikilvægur ferðamanna- og náttúrustaður.
Saga
Frumbyggjar
Michigan var heimili margra mismunandi frumbyggja í þúsundir ára áður en Evrópumenn hófu landnám. Þegar fyrstu evrópsku landkönnuðurnir komu voru fjölmennustu og áhrifamestu ættbálkarnir Algonkvíin-frumbyggjar ,sérstaklega Ottawarnir, Anishnabearnir og Potawatomiarnir. Anishnabearnir, sem taldir eru hafa verið á milli 25 og 35 þúsund, voru fjölmennastir.
Þrátt fyrir að Anishnabearnir væru vel settir á efri skaganum og nyrðri hluta neðri skagans, bjuggu þeirr einnig í norðanverðu Ontario, Norður-Wisconsin, Suður-Manitoba og norð- og mið-Minnesota. Ottawarnir bjuggu aðallega sunnan sunda Mackinac í norður- og vesturhluta Michigan, en Potawatomiarnir voru fyrst og fremst fyrir suðvestan. Þjóðirnar þrjár bjuggu saman í sátt og samlyndi, en það byggðist á lausri stefnu ráðs sem kallað var Ráð hinna þriggja elda. Aðrar þjóðir bjuggu einnig í Michigan, sérstaklega í suðri og austri, en það voru Mascouten, Menominee, Miami og Wyandot, sem eru betur þekktur undir franska nafni sínu, Huron.