Mark William Lanegan (fæddur 25. nóvember1964; d. 22. febrúar 2022) var bandarískur tónlistarmaður og lagahöfundur frá Washingtonfylki. Hann var þekktur fyrir djúpa baritón rödd sína.
Lanegan hóf ferilinn með hljómsveitinni Screaming Trees á níunda áratugnum. Sú sveit taldist till gruggrokksins árla á 10. áratugnum sem þá var áberandi í rokkheiminum. Lagið Nearly Lost You sló í gegn með þeim árið 1992. Screaming Trees liðaðist í sundur smám saman og Lanegan fór að einbeita sér meira að sólóferli. Hann tók þátt í ýmsum hljómsveitum og verkefnum samhliða því og söng meðal annars í hljómsveitinni Mad Season (með meðlimum Pearl Jam og Alice in Chains).