Screaming Trees

Screaming Trees
Upplýsingar
FæðingScreaming Trees
StefnurGrugg
MeðlimirMark Lanegan, Gary Lee Conner, Van Conner, Mark Pickerel, Barrett Martin, Josh Homme

Screaming Trees var bandarísk hljómsveit sem stofnuð var í smábænum Ellensburg, Washington-fylki, árið 1984. Sveitin er ein af þeim sem kennd er við gruggbylgjuna (grunge). Hljómsveitin hóf ferilinn sem táningar en gáfu út fyrstu plötuna á stórri útgáfu árið 1991. Ári síðar kom út vinsælasta plata þeirra, Sweet Oblivion. Lagið Nearly Lost You naut nokkurra vinsælda.

Hljómsveitin lagði upp laupana árið 2000 en söngvarinn Mark Lanegan var farinn að einbeita sér meira að sólóferli og samskipti innan sveitarinnar voru erfið. Afrakstur síðustu upptaka sveitarinnar komu út árið 2011.

Síðar vann Lanegan líka með Queens of the Stone Age en Josh Homme gítarleikari sveitarinnar var stuttan tíma með Screaming Trees. Trommarinn Barett Martin vann m.a. með R.E.M.. Connor-bræðurnir voru í smærri böndum og sólóverkefnum.

Meðlimir

  • Mark Lanegan – Söngur (1984–2000; dó 2022)
  • Gary Lee Conner – Gítar, bakraddir (1984–2000)
  • Van Conner – Bass, bakraddir (1984–2000; dó 2023)
  • Mark Pickerel – Trommur (1984–1991)
  • Barrett Martin – Trommur, bakraddir (1991–2000)
  • Josh Homme – Gítar (1996–1998)

Tónleikameðlimir

  • Donna Dresch – bass (1988, 1991)
  • Sean Hollister – drums (1991)
  • Dan Peters – drums (1991)

Breiðskífur

  • Other Worlds (1985)
  • Clairvoyance (1986)
  • Even If and Especially When (1987)
  • Invisible Lantern (1988)
  • Buzz Factory (1989)
  • Change Has Come (1989)
  • Uncle Anesthesia (1991)
  • Sweet Oblivion (1992)
  • Dust (1996)
  • Last Words: The Final Recordings (2011)