Michel Serres

Michel Serres í febrúar 2011

Michel Serres (1. september 1930 – 1. júní 2019) var franskur heimspekingur og vísindasagnfræðingur. Hann var um skeið í franska flotanum. Hann hefur mikinn áhuga á raunvísindum og hefur beint heimspekilegri athygli að hversdagslegum hlutum og sem og vísindum. Serres hóf feril sinn með ritsmíð um stærðfræðiskrif heimspekingins Gottfried Wilhelm von Leibniz. Síðar birti hann ritröð sem hann kenndi við gríska guðinn Hermes, guð samskipta og samgangna. Serres hefur í síðari ritum sínum fjallað um stofnun ríkja og þjóðfélaga en meðal þeirra rita má nefna Styttur og Genese. Árið 1985 kom út verk hans um skilningarvitin fimm. Í bók sinni Le contrat naturel stingur hann upp á að gerður verði náttúrusáttmáli til að þjóðfélög átti sig á hve háð þau eru náttúrunni og til að hamla gegn innbyggðri skammsýni stjórnmála.

Heimildir

  Þetta æviágrip sem tengist heimspeki og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.