Þórarinn Kr. Eldjárn

Þórarinn Kr. Eldjárn
Sigrún Sigurhjartardóttir

Þórarinn Kristjánsson Eldjárn (f. 26. maí 1886, d. 4. ágúst 1968) bóndi og hreppstjóri á Tjörn í Svarfaðardal. Hann var sonur séra Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar prests á Tjörn og Petrínu Soffíu Hjörleifsdóttur. Þórarinn ólst upp á Tjörn en varð gagnfræðingur frá Akureyri 1905 og nam síðan við lýðháskólann á Voss í Noregi veturinn 1907-1908. Hann sótti kennaranámskeið við Kennaraskóla Íslands 1909. Var síðan kennari og skólastjóri í Svarfaðardal 1909-1955. Hann tók við búi af föður sínum á Tjörn 1913 og bjó þar til 1959, síðustu árin í sambýli við Hjört son sinn, sem síðan tók við allri jörðinni.

Kona Þórarins var Sigrún Sigurhjartardóttir (f. 2. ágúst 1888, d. 5. febrúar 1959). Hún var dóttir Sigurhjartar Jóhannessonar bónda á Urðum í Svarfaðardal og fyrri konu hans Soffíu Jónsdóttur en hún var ættuð frá Litlulaugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.

Þórarinn og Sigrún áttu fjögur börn sem upp komust:

Þórarinn sinnti félagsmálum allmikið.

Í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og Andvöku 1947-1960

Heimildir

  • Gestur Vilhjálmsson (maí 1965). Þórarinn Kr. Eldjárn, hreppstjóri. Heima er bezt, Akureyri.
  • Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.