Landið þar sem Gínea hefur í gegnum söguna verið hluti af ýmsum vesturafrískum ríkjum á borð við Ganaveldið, Malíveldið og Songhæveldið. Fúlanar stofnuðu íslamska ríkið Futa Jallon í miðhluta Gíneu á 18. öld. Wassoulou-veldið var skammlíft ríki undir stjórn mandinkansSamori Touré sem beið ósigur fyrir Frökkum árið 1898. Núverandi landamæri Gíneu eru afleiðing af samningum Frakka við önnur nýlenduveldi á svæðinu. Gínea varð hérað innan Frönsku Vestur-Afríku. Árið 1958 kaus yfirgnæfandi meirihluti íbúa sjálfstæði frá Frakklandi. Landið lýsti formlega yfir sjálfstæði árið 1958 og Ahmed Sékou Touré varð fyrsti forseti þess. Undir hans stjórn varð landið bandamaður Sovétríkjanna og útfærði afrískan sósíalisma innanlands, sem meðal annars fól í sér að bæla niður alla stjórnarandstöðu með mikilli hörku. Sékou Touré ríkti til dauðadags árið 1984 en skömmu eftir það frömdu herforingjar valdarán undir stjórn Lansana Conté. Borgaraleg stjórn tók við með frjálsum þingkosningum árið 1995 en Conté sat sem forseti til dauðadags árið 2008. Um leið tók herinn aftur völdin en borgaraleg stjórn tók við eftir forsetakosningar árið 2010.
Landið sveigir í suður eftir því sem innar dregur. Þar er Gíneuhálendið þar sem eru upptök Senegalfljóts, Nígerfljóts og Gambíufljóts. Hæsti tindur Gíneu er Nimbafjall 1.752 metra yfir sjávarmáli. Stærsta borgin er höfuðborgin Kónakrí þar sem tvær af tíu milljónum íbúa landsins búa. Um 80% íbúa starfa við landbúnað en helsta útflutningsvara landsins er báxít. Gínea er fjórði stærsti báxítútflytjandi heims en þar eru líka gull- og demantanámur.
Gínea er tæplega 250 þúsund ferkílómetrar að stærð og er því um það bil jafnstór Bretlandi. Strandlengja landsins er 320 km að lengd, og landamæri eru 3.400 km. Landið er að mestu milli 7. og 13. breiddargráðu norður og 7. og 15. lengdargráðu vestur, en lítill hluti liggur vestan við 15. lengdargráðu.
Gínea skiptist í fjögur meginlandsvæði: Strandhéruð Gíneu, líka þekkt sem Neðri-Gínea eða Basse-Coté-láglöndin, sem eru aðallega byggð Susuum; svöl fjallahéruðin Fouta Djallon sem liggja eftir miðju landinu í norður-suður, og er byggt Fúlum; Efri-Gíneu við Sahel í norðaustri, þar sem Mandinkar búa; og skógi vaxin frumskógarhéruð í suðaustri, sem nokkur þjóðarbrot deila. Í fjöllum Gíneu eru upptök Nígerfljóts, Gambíufljóts og Senegalfljóts, auk margra annarra vatnsfalla sem renna út í sjó vestan megin við fjöllin í Síerra Leóne og Fílabeinsströndinni.
Hæsti tindur Gíneu er Nimbafjall, 1752 metrar á hæð. Sá hluti Nimbafjalla sem er í Gíneu og á Fílabeinsströndinni er náttúruverndarsvæði UNESCO, en í þeim hluta sem er í Líberu hefur verið námavinnsla í áratugi.
Stjórnmál
Héruð og umdæmi
Gínea skiptist í fjögur náttúruleg héruð sem hvert hefur sín landfræðilegu og menningarlegu séreinkenni:
Strandhéruð Gíneu (La Guinée Maritime) ná yfir 18% landsins
Mið-Gínea (La Moyenne-Guinée) nær yfir 20% landsins
Efri-Guinea (La Haute-Guinée) nær yfir 38% landsins
Skóglendi Gíneu (Guinée forestière) nær yfir 23% landsins og einkennist bæði af skógum og fjallendi
Gíneu er skipt í átta héruð sem aftur skiptast í 33 umdæmi:
Um 85% íbúa Gíneu eru múslimar og 8% kristnir, en um 7% aðhyllast hefðbundin trúarbrögð.[4] Bæði múslimar og kristnir aðhyllast hefðbundna afríska þjóðtrú að hluta.[4]
Þriggja daga átök milli trúar- og þjóðernishópa brutust út í borginni Nzerekore í júlí 2013.[7][8] Átök milli Kpellea, sem eru kristnir eða aðhyllast hefðbundin trúarbrögð, og Konianka, sem eru múslimar og tengdir hinum fjölmennari Malinkum, leiddu til dauða 54 manna.[8] Sumir höfðu verið myrtir með sveðjum og brenndir lifandi.[8] Ofbeldinu lauk þegar herinn kom á útgöngubanni og Conde forseti kallaði eftir friði í sjónvarpsávarpi.[8]