Albert 2. Belgíukonungur

Skjaldarmerki Sachsen-Coburg-Gotha-ætt Konungur Belgíu
Sachsen-Coburg-Gotha-ætt
Albert 2. Belgíukonungur
Albert 2.
Ríkisár 31. júlí 199321. júlí 2013
SkírnarnafnAlbert Felix Humbert Theodoor Christiaan Eugène Marie (á flæmsku), Albert Félix Humbert Théodore Chrétien Eugéne Marie (á frönsku)
Fæddur6. júní 1934 (1934-06-06) (90 ára)
 Brussel, Belgíu
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Leópold 3. Belgíukonungur
Móðir Ástríður Belgíudrottning
DrottningDonna Paola Ruffo di Calabria
Börn4

Albert II (Albert Félix Humbert Théodore Chrétien Eugéne Marie) (f. 6. júní 1934) var konungur Belgíu frá 9. ágúst 1993 til 21. júlí 2013. Hann er yngri sonur Leópolds III konungs og Ástríðar prinsessu af Svíþjóð. Hann tók við konungsveldinu af bróður sínum Baldvin sem lést árið 1993 og hélt þeirri stöðu fram að uppsögn hans 21. júlí 2013.

Árið 2019 skipaði belgískur dómstóll Alberti að ganga undir faðernispróf til að ganga úr skugga hvort hann hafi feðrað dóttur í lausaleik á sjöunda áratugnum. Móðir meintrar dóttur, barónessan Sybille de Selys Longchamps, sagðist hafa átt í tveggja áratuga löngu leynilegu ástarsambandi við Albert. Albert neitaði í fyrstu að fara að skipun dómsins og leitaði sér lögfræðiaðstoðar til að láta áfrýja dómnum[1] en féllst á að gefa lífsýni í lok maí sama ár.[2]

Niðurstaða erfðaprófsins var gerð opinber í janúar 2020. Hún staðfesti að Albert væri barnsfaðir barónessunnar. Dóttir þeirra er belgíski myndhöggvarinn Delphine Boël.[3]

Delphine hlaut rétt til að bera titil prinsessu og að bera aðalsættarnafnið Saxe-Cobourg-Gotha eftir dómsúrskurð í september 2020.[4]

Fjölskyldulíf

Þann 2. júlí 1959 giftist Albert ítalskri konu að nafni Dona Paola Ruffo di Calabria, sem hefur síðan 1993 verið þekkt sem Pála Belgíudrotting. Börn þeirra eru:

Albert á eina dóttur utan hjónabands:

Tilvísanir

  1. Vésteinn Örn Pétursson (1. febrúar 2019). „Fyrrum konungur neitar að gangast undir faðernispróf“. Vísir. Sótt 1. febrúar 2019.
  2. Andri Eysteinsson (29. maí 2019). „Fyrrum konungur Belgíu samþykkir að veita lífsýni vegna faðernismáls“. Vísir. Sótt 29. maí 2019.
  3. L'ADN a parlé: Albert II "arrête le combat judiciaire et accepte que Delphine Boël devienne son quatrième enfant" rtbf.be, Fabien Van Eeckhaut, 27. janúar 2020.
  4. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (1. október 2020). „Laun­dóttir Alberts II orðin prinsessa“. Vísir. Sótt 3. október 2019.


Fyrirrennari:
Baldvin
Konungur Belgíu
(9. ágúst 199321. júlí 2013)
Eftirmaður:
Filippus