Maharashtra er fylki í vesturhluta Indlands. Það er annað fjölmennasta fylki Indlands, á eftir Uttar Pradesh, og það þriðja stærsta að flatarmáli. Maharashtra er auk þess auðugasta fylki landsins og leggur til 15% af iðnframleiðslu þess og 13,3% af vergri landsframleiðslu.