Puducherry

Kort sem sýnir Puducherry

Puducherry er alríkishérað á Indlandi myndað úr fjórum fyrrum hjálendum Frakklands: Pondicherry, Karaikal og Yanam við Bengalflóa og Mahé við Arabíuhaf.

Franska Austur-Indíafélagið stofnaði sína fyrstu nýlendu, Pondicherry, á Indlandi árið 1674. Frakkar eignuðust síðan Mahé, Yanam og Karaikal á fyrri hluta 18. aldar. Þessar nýlendur skiptu oft um eigendur í styrjöldum Frakka. Eftir að þeir endurheimtu þær í kjölfar Napóleonsstyrjaldanna 1816 var Franska Indland stofnað. Þegar Indland hlaut sjálfstæði var gert samkomulag um að íbúar fengju sjálfir að ráða því hvort þeir sameinuðust því. Franska Indland varð de jure hluti af Indlandi árið 1962 og alríkishéraðið var stofnað árið eftir.

Íbúar Puducherry eru samtals 1,2 milljónir. Opinber tungumál héraðsins eru tamílska, telúgú og malajalam.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.