Þetta var eitt kaldasta ár á norðurhveli jarðar í um sex hundruð ár og var kallað „árið þegar ekki kom sumar“. Vegna kulda um vorið og sumarið varð víða uppskerubrestur og hlutust af hörmungar og hungursneyð. Það sem olli loftslagsbreytingunum var eldgosið í Tambora-fjalli í Indónesíu vorið 1815 og gjóska sem þá barst út í andrúmsloftið.