Fylkið varð hluti af konungsríkinu Pratihara á miðöldum en á 11. öld brotnaði þetta ríki upp í nokkur furstadæmi sem Bretar kölluðu síðar Rajputana. Furstadæmin stóðu gegn útþenslu Mógúlveldisins en urðu á endanum hluti þess og síðar Marattaveldisins. Snemma á 19. öld gerðu furstarnir samninga við Breta þar sem þeir gengust undir breska stjórn gegn því að halda yfirráðum yfir löndum sínum.
Hindí er opinbert tungumál fylkisins og tæp 90% íbúa eru hindúatrúar.