Séra Oddur Þorsteinsson í Eyjafirði var dæmdur útlægur úr Norðlendingafjórðungi alla sína ævi fyrir að hafa náð barnungri mágkonu sinni á sitt vald með göldrum og nauðgað henni. Hann átti líka að missa hægri höndina (en Páll Stígsson höfuðsmaður náðaði hann þó) og einnig skyldi skera af honum bæði eyrun ef hann gyldi ekki stúlkunni stórfé í skaðabætur.