Árósar

Árósar
Árósar er staðsett í Danmörku
Árósar

56°9′N 10°12′A / 56.150°N 10.200°A / 56.150; 10.200

Land Danmörk
Íbúafjöldi 277.086 (2019)
Flatarmál 98,1 km²
Póstnúmer 8000, 8200, 8210
Vefsíða sveitarfélagsins https://www.aarhus.dk/
Loftmynd af Árósum

Árósar (danska: Aarhus eða Århus, á miðöldum Aros) er önnur stærsta borg Danmerkur með 277.086 íbúa (2019) og enn fleiri í þéttum byggðum í nágrenninu. Árósar er með eina stærstu gámahöfn í Skandinavíu og er höfnin einnig ásamt 100 stærstu gámahöfnum í heiminum. Árósar eru á Jótlandi og því hluti af meginlandi Evrópu, ólíkt Kaupmannahöfn. Í Árósum er tiltölulega hátt hlutfall innflytjenda, eða um 12%. Í borginni er Árósaháskóli þar sem tæplega 12.000 nemendur voru við nám árið 2005. Í dag hins vegar hefur skólinn stækkað til mikilla muna vegna sameiningar við aðrar skólastofnanir og telja nemendur skólans í heildina vera ca. 34.000.[1]

Saga

Víkingabærinn

Elsti fornleifafundur sem fundist hefur í Árósum er frá enda sjöundu aldar. Elsti húsafundur er af hálfniðurgröfnum húsum sem að voru bæði notuð sem heimili og verkstæði. Í húsunum og jarðlögunum sem umlykja húsin hefur meðal annars fundist greiða, skartgripir og samskonar hlutir sem gefa til kynna að búseta á svæðinu hafi verið nálægt níundu öld.

Minni bæjarsamfélög eins og Holmstrup (Árósar), sem er nálægt Árósum er dagsett nálægt 800 í heimildum frá 1294.

Um árið 1040 voru slegnar myntir í Árósum, fyrst af Hörða-Knúti og seinna af Magnúsi góða.

Virkisgarður

Á víkingatímabilinu var Árósar umlykin af varnargarði í formi hálfhrings. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær myndun varnargarðsins átti sér stað en þó er talið að það sé nokkrum árum eftir fyrstu búsetu á svæðinu, fyrri hluta níundu aldar. Uppgröftur vorið 2005 sýndi að varnargarðurinn var byggður mjög hratt upp í kringum 934, sem gæti verið í samhengi við árás Hinriks Fuglafangara á Jótland. Seinni hluta níundu aldar var varnargarðurinn styrktur og árið 1200 var hann stækkaður gríðarlega. Eftir seinustu stækkun var varnargarðurinn 20 metra breiður og sex til átta metra hár.

Heimildir

Tenglar

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.