Óðinsvé (danskaOdense) er þriðja stærsta borg Danmerkur og stærsta borg Fjóns. Árið 2015 töldust íbúar Óðinsvéa rúmlega 173.814 en þó er íbúafjöldi sveitarfélagsins Óðinsvéa um 172.512 (2014). Borgin liggur við Óðinsvéaá, sem er um það bil 3 kílómetra sunnan við Óðinsvéafjörð.
Rithöfundurinn H.C. Andersen var fæddur og uppalinn í Óðinsvéum. Árið 1805, þegar H.C. Andersen fæddist, voru Óðinsvé annar stærsti bær í Danmörku með um 5.000 íbúa. H.C. Andersen gaf Óðinsvéum viðurnefnið "Litla Kaupmannahöfn".
Kim Larsen, einn þekktasti tónlistarmaður Dana, var búsettur í Óðinsvéum.