Kolding er kaupstaður á austanverðu suður-Jótlandi í Danmörku. Íbúarfjöldi í Kolding er 61.222 (2021) sem gerir hann 7. stærsta þéttbýlisstað Danmerkur. Elsti hluti bæjarins liggur í dal og í norður og suður breiðir bærinn sig upp hliðar dalsins.
Orðsifjafræði / Merking
Nafnið kemur fyrst fyrir í Jarðabók Kóngs Valdemars frá 1231 og skrifast þa Kaldyng. Í upphafi 14. aldar fer að bera á rithættinum Kolding/Colding sem að lokum verður sá algengari.
Ólíkar ágiskanir hafa verið settar fram um merkinguna, en líklegast er talið að -kold merki einfaldlega -kald en -ing vísi til árinniar eða fjarðarins enda bærinn við fjörð.[1][2]