Nick Jonas

Nick Jonas
Jonas á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2019
Fæddur
Nicholas Jerry Jonas

16. september 1992 (1992-09-16) (32 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virkur2000–núverandi
MakiPriyanka Chopra (g. 2018)
Börn1
Ættingjar
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • bassi
  • píanó
  • hljómborð
  • ásláttarhljóðfæri
  • trommur
Útgefandi
Meðlimur í
Áður meðlimur í
  • Nick Jonas & the Administration
Vefsíðanickjonas.com
Undirskrift

Nicholas Jerry Jonas (f. 16. september 1992) er bandarískur söngvari, lagahöfundur, og leikari. Jonas byrjaði að leika á sviði Broadway við sjö ára aldur, og gaf út fyrstu smáskífuna sína árið 2002 sem náði athygli Columbia Records. Þar eftir stofnaði hann hljómsveitina Jonas Brothers ásamt bræðrum sínum, Kevin og Joe. Sveitin gaf út fyrstu plötuna árið 2006, nefnd It's About Time. Einnig hefur Jonas leikið í kvikmyndunum Camp Rock (2008) og Camp Rock 2: The Final Jam (2010). Eftir að Jonas Brothers tóku sér hlé árið 2009, stofnaði hann aðra hljómsveit sem gekk undir nafninu Nick Jonas & the Administration.

Útgefið efni

Breiðskífur

  • Nicholas Jonas (2005)
  • Nick Jonas (2014)
  • Last Year Was Complicated (2016)
  • Spaceman (2021)

með The Administration

  • Who I Am (2010)

með Jonas Brothers

  • It's About Time (2006)
  • Jonas Brothers (2007)
  • A Little Bit Longer (2008)
  • Lines, Vines and Trying Times (2009)
  • Happiness Begins (2019)
  • The Album (2023)

Tenglar


  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.