Nicholas Jerry Jonas (f. 16. september 1992) er bandarískur söngvari, lagahöfundur, og leikari. Jonas byrjaði að leika á sviði Broadway við sjö ára aldur, og gaf út fyrstu smáskífuna sína árið 2002 sem náði athygli Columbia Records. Þar eftir stofnaði hann hljómsveitina Jonas Brothers ásamt bræðrum sínum, Kevin og Joe. Sveitin gaf út fyrstu plötuna árið 2006, nefnd It's About Time. Einnig hefur Jonas leikið í kvikmyndunum Camp Rock (2008) og Camp Rock 2: The Final Jam (2010). Eftir að Jonas Brothers tóku sér hlé árið 2009, stofnaði hann aðra hljómsveit sem gekk undir nafninu Nick Jonas & the Administration.