Meishō keisaraynja (japanska: 明正天皇 Meishō-tennō; 9. janúar, 1624 – 4. desember, 1696) var keisaraynja í Japan og 109. Japanskeisarinn samkvæmt hefðbundinni röð. Hún var sjöunda konan sem settist í hásæti Japans. Hún tók við af föður sínum, Mizunoo öðrum og ríkti frá 1629 til 1643. Talið er að faðir hennar hafi í raun ríkt í hennar nafni. Hún sagði af sér embætti og hálfbróðir hennar, Kōmyō annar, tók við.