Putnam er þekktur fræðimaður fyrir rannsóknir á félagsauð en fysta framlag hans var að rannsaka gögn yfir tvo áratugi um héraðsstjórnir á Ítalíu. Robert Putnam gaf út rit sitt Making Democracy Work: Civic Traditions in Modern Italy árið 1993.
Í bókinni Bowling Alone lýsir hann minnkandi félagsauð í Bandaríkjunum og afleiðingum þess á bandarískt samfélag. Putnam skilgreinir félagsauð sem menningarlegt fyrirbæri sem byggist á gildum, normum og félagsneti sem skýri athafnir fólks og bæti skilvirkni samfélags.