Baltasar Samper (fæddur 9. janúar 1938 í Barselóna, Spáni) er katalónskur listmálari. Hann er faðir Baltasars Kormáks, leikara, leikstjóra og kvikmyndaframleiðanda. Hann var valinn heiðurslistamaður Kópavogs þann 11. maí 2007.[1] Hann átti um margra ára skeið Íslandsmet fyrir stærsta málverkið en það þekur alla veggi og loft kirkjunnar í Flatey að innan.
Tilvísanir