Sigfús M. Johnsen

Sigfús Maríus Jóhannsson Johnsen (28. mars 18869. janúar 1974) var frá húsinu Frydendal í Vestmannaeyjum. Hann var lögfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist þaðan árið 1914.

Hann var í um þrjátíu ár fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í Reykjavík. Árið 1940 varð hann bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.

Hann skrifaði nokkrar bækur, svo sem Saga Vestmannaeyja (1946), Herleidda stúlkan (1960), Uppi var Breki: Svipmyndir úr Eyjum (1968) og Yfir fold og flæði (1972).

Eiginkona Sigfúsar, Jarþrúður P. Johnsen, starfaði mikið og farsællega að ýmsum félagsmálum í Vestmannaeyjakaupstað og gat sér góðan orðstír fyrir þau störf.