Anthony Eden

Sir Anthony Eden
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
6. apríl 1955 – 10. janúar 1957
ÞjóðhöfðingiElísabet 2.
ForveriWinston Churchill
EftirmaðurHarold Macmillan
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. júní 1897
Windlestone Hall, County Durham, Englandi
Látinn14. febrúar 1977 (79 ára) Alvediston, Wiltshire, Englandi
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiBeatrice Beckett (g. 1923; skilin 1950);
Clarissa Spencer-Churchill (g. 1952)
BörnSimon, Robert, Nicholas
HáskóliChrist Church, Oxford
StarfStjórnmálamaður

Anthony Eden (12. júní 189714. janúar 1977) var breskur íhaldsmaður sem var utanríkisráðherra Bretlands í þremur ríkisstjórnum og síðan forsætisráðherra Bretlands í eitt og hálft ár 1955-1957.

Hann varð fyrst utanríkisráðherra aðeins 38 ára gamall í ríkisstjórn Neville Chamberlain en sagði af sér 1938 vegna undanlátsstefnu Chamberlains gagnvart fasistastjórn Mussolinis á Ítalíu. Hann varð aftur utanríkisráðherra í ríkisstjórn Winston Churchill 1940 til 1945 og aftur 1951-1955 þegar hann tók við af Churchill sem forsætisráðherra.

Orðstír Eden beið hnekki þegar Bandaríkin neituðu að styðja hernaðaraðgerðir Breta, Frakka og Ísraela í Súesdeilunni 1956. Bretar og Frakkar neyddust því til að draga herlið sitt til baka. Þetta var sögulegt bakslag fyrir utanríkisstefnu Breta og fól í sér endalok áhrifavalds þeirra í Mið-Austurlöndum. Ýmsir sagnfræðingar telja að þessi viðburður marki endalok heimsveldisstefnu Bretlands. Tveimur mánuðum síðar sagði Eden af sér vegna heilsubrests.


Fyrirrennari:
Winston Churchill
Forsætisráðherra Bretlands
(1955 – 1957)
Eftirmaður:
Harold Macmillan


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.