Hann varð fyrst utanríkisráðherra aðeins 38 ára gamall í ríkisstjórn Neville Chamberlain en sagði af sér 1938 vegna undanlátsstefnu Chamberlains gagnvart fasistastjórn Mussolinis á Ítalíu. Hann varð aftur utanríkisráðherra í ríkisstjórn Winston Churchill 1940 til 1945 og aftur 1951-1955 þegar hann tók við af Churchill sem forsætisráðherra.
Orðstír Eden beið hnekki þegar Bandaríkin neituðu að styðja hernaðaraðgerðir Breta, Frakka og Ísraela í Súesdeilunni 1956. Bretar og Frakkar neyddust því til að draga herlið sitt til baka. Þetta var sögulegt bakslag fyrir utanríkisstefnu Breta og fól í sér endalok áhrifavalds þeirra í Mið-Austurlöndum. Ýmsir sagnfræðingar telja að þessi viðburður marki endalok heimsveldisstefnu Bretlands. Tveimur mánuðum síðar sagði Eden af sér vegna heilsubrests.