Vetrarólympíuleikarnir 1972 voru vetrarólympíuleikar haldnir í Sapporo í Japan frá 3. til 13. febrúar árið 1972. Þetta voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir sem haldnir voru utan Vesturlanda. Áður hafði staðið til að halda vetrarleikana í Sapporo árið 1940 en Japanir skiluðu réttinum til að halda leikana í kjölfar innrásar Japan í Kína 1937.