Auglýsing fyrir leikana við Monument í London .
Sumarólympíuleikarnir 2012 voru haldnir í London í Englandi dagana 27. júlí til 12. ágúst 2012 . Þetta voru þrítugustu sumarólympíuleikarnir sem haldnir hafa verið. London var kosin til að halda leikana þann 6. júlí 2005 og verður þar með fyrsta borgin til að halda þá þrisvar sinnum. Áður voru leikarnir haldnir þar árin 1908 og 1948 . Leikarnir áttu sér stað aðallega í Stratford , svæði í Austur-London sem er nú í endurbyggingu . Einkennislag leikanna var lagið Survival , samið og flutt af ensku hljómsveitinni Muse .[ 1] Leikarnir voru opnaðir opinberlega 27. júlí 2012 með setningarathöfn á Ólympíuleikvanginum .
Kosning borgarinnar
Eftirfarandi borgir buðust til þess að halda leikana. Kosningin fór fram í Singapúr þann 6. júlí 2005. Hún fór þannig fram að sú borg sem fékk fæst atkvæði eftir hverja umferð féll úr leik, þangað til aðeins ein borg var eftir. Taflan hér fyrir neðan sýnir atkvæðafjölda borganna eftir hverja umferð kosninganna:
Sumarólympíuleikarnir 2012
Borg
Land
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
London
22
27
39
54
París
21
25
33
50
Madrid
20
32
31
—
New York
19
16
—
—
Moskva
15
—
—
—
Staðir
Ólympíuleikvangurinn í maí 2009.
Sumarólympíuleikarnir áttu sér stað víðs vegar um London. Að hluta voru notuð mannvirki sem voru til og að hluta ný og tímabundin mannvirki. Yfirlýst markmið er að skilja ekki eftir hvíta fíla (stór mannvirki sem enginn nýtir eftir leikana). Ólympíuleikvangurinn og ólympíuþorpið eru í Stratford í Austur-London þar sem eignarnám eldri bygginga sem voru rifnar niður, þetta vakti nokkurra deilu við fyrri eigendur og íbúa. Ólympíuleikvangurinn var hannaður þannig að hann rúmi 80.000 gesti fyrir opnunar- og lokahátíðir ólympíuleikanna en var breytt eftir leikana í 25.000 sæta íþróttaleikvang.
Í ákveðnum greinum (siglingum , kajak- og kanóróðri , kappróðrum og fjallahjólabruni ) var keppt utan London. Leikir í undanriðlum í knattspyrnu voru leiknir á frægum knattspyrnuvöllum í Glasgow , Manchester , Cardiff og Newcastle .
Ólympíusvæðið
London Velopark í júní 2011
Leikvangur
Íþróttir
Sæti
Tilv.December
Ólympíuleikarnir
Ólympíuleikar fatlaðra
Aquatics Centre
dýfingar , nútímafimmtarþraut (sund), sund , listsund
sund
17.500
[ 2] [ 3]
Basketball Arena
körfuknattleikur , handbolti (lokaumferð)
hjólastólaruðningur, hjólastólakörfubolti
12.000 (ÓL) 10.000 (ÓLF)
[ 3] [ 4]
BMX-braut
hjólreiðar (BMX)
—
6.000 (tímabundið)
[ 5]
Eton Manor
—
hjólastólatennis
10.500
[ 3] [ 6]
Copper Box
skylmingar , handbolti, nútímafimmtarþraut (skylmingar)
markbolti
7.000
[ 3] [ 7]
London Velodrome
hjólreiðar (brautarkeppni)
hjólreiðar (brautarkeppni)
6.000
[ 3] [ 8]
Riverbank Arena
hokkí
knattspyrna (sjö í liði), knattspyrna (fimm í liði)
16.000
[ 3] [ 9]
Ólympíuleikvangurinn
frjálsar íþróttir , hátíðir (opnunarhátíð/lokahátíð)
frjálsar íþróttir, hátíðir (opnunarhátíð/lokahátíð)
80.000
[ 3] [ 10]
Water Polo Arena
sundknattleikur
—
5.000
[ 3] [ 11]
Á Ólympíusvæðinu eru líka:
Ólympíuþorpið , með aðstöðu fyrir íþróttafólkið og aðstoðarfólk (um 17.320 rúm alls).
Fjölmiðlamiðstöð leikanna.
Árbakkasvæðið
The O2 Arena mun hýsa keppnir í fimleikum og körfubolta .
Árbakkasvæðið eru fjórir íþróttavellir á Thames Gateway-svæðinu beggja vegna árinnar Thames :
Leikvangur
Íþróttir
Sæti
Tilv.
Ólympíuleikarnir
Ólympíuleikar fatlaðra
ExCeL
hnefaleikar , skylmingar , júdó , borðtennis , tækvondó , lyftingar , fjölbragðaglíma
boccia , júdó , kraftlyftingar , borðtennis , blak (sitjandi), hjólastólaskylmingar
frá 5.000 til 10.000
[ 3] [ 12]
Greenwich Park
hestamennska , nútímafimmtarþraut (hestamennska, hlaup, skotfimi)
hestamennska
23.000 (ÓL) 6.000 (ÓLF)
[ 3] [ 13]
The O2 Arena
körfubolti (úrslitaleikir), fimleikar (áhaldafimleikar, trampólín)
hjólastólakörfubolti
20.000 (ÓL) 18.000 (ÓLF)
[ 3] [ 14]
Royal Artillery Barracks
skotfimi
bogfimi , skotfimi
7.500 (ÓL) 5.000 (ÓLF)
[ 3] [ 15]
Miðsvæðið
Wimbledon mun hýsa keppnina í tennis
Miðsvæðið telur alla aðra íþróttaaðstöðu á Stór-Lundúnasvæðinu . Þessir staðir eru dreifðir víða um Mið-London og Vestur-London :
Utan London
Fjórir leikvangar verða utan við Stór-Lundúnasvæðið:
Weymouth and Portland National Sailing Academy mun hýsa keppni í siglingum .
Knattspyrnuvellir
Millennium Stadium í Cardiff
Leikarnir
Keppnisgreinar
Handknattleikskeppni ÓL 2012
Íslendingar tryggðu sér keppnisrétt í handknattleikskeppni ÓL þriðja skiptið í röð með því að fara í gegnum umspilsleiki í apríl sama ár. Tólf lið kepptu í tveimur sex liða riðlum þar sem fjögur efstu lið úr hvorum komust í fjórðungsúrslit. Íslenska liðið sigraði tvo fyrstu leiki sína, gegn Argentínu og Túnis, eins og búist hafði verið við. Því næst tóku við tveir hnífjafnir sigrar í hörkuleikjum gegn Svíum og Frökkum áður en riðlinum lauk með auðveldum sigri gegn liði heimamanna. Ísland hreppti efsta sætið í riðlinum og mætti Ungverjum í fjórðungsúrsltunum. Þar varð liðið fyrir sárum vonbrigðum þegar Ungverjarnir unnu 34:33 í framlengdum leik. Íslenska liðinu var í kjölfarið úthlutað fimmta sætinu í keppninni.
Mótherjar Íslendinga í undanúrslitum hefðu orðið Svíar sem komu nokkuð á óvart og slógu Dani úr leik. Sænska liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar 22:21 fyrir Frökkum í miklum varnarleik.
Þátttakendur
Þátttaka Íslendinga á leikunum
Auk handboltalandsliðsins sendu Íslendingar þrettán íþróttamenn til keppni á leikunum.
Þrír keppendur tóku þátt í frjálsum íþróttum , þar sem Ásdís Hjálmsdóttir náði 11. sæti í spjótkasti . Íslendingar áttu sitthvorn keppandann í júdó , badminton og skotfimi . Sjö sundmenn voru skráðir til leiks en ekkert þeirra komst upp úr fyrstu umferð.
Þátttakendur eftir löndum
Kort sem sýnir fjölda þátttakenda frá hverju landi
Yfir 10.000 keppendur frá 204 löndum tóku þátt í leikunum.
Dagskrá
OH
Opnunarhátíð
●
Keppnir
1
Úrslitakeppnir
LH
Lokahátíð
Tilvísanir
↑ Muse unveil official Olympic song . BBC . Sótt 12. júlí 2012
↑ London2012.com profile of the Aquatics Centre. sótt 30. desember 2010.
↑ 3,00 3,01 3,02 3,03 3,04 3,05 3,06 3,07 3,08 3,09 3,10 3,11 3,12 3,13 3,14 London 2012 daily competition schedule , Kent Sport Leisure and Olympics Service, sótt 11. janúar 2011
↑ London2012.com profile of the Basketball Arena. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the BMX circuit. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Eton Manor. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the Handball Arena. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the London Velodrome. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the Hockey Centre. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Olympic Stadium. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the Water Polo Arena. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of ExCeL. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Greenwich Park. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the North Greenwich Arena. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the Royal Artillery Barracks. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Wimbledon (All England Lawn Tennis and Croquet Club. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Earls Court. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of the Horse Guards Parade. Sótt 30. desember 2010.
↑ 19,0 19,1 London2012.com profile of Hyde Park. Sótt 30. desember 2010.
↑ "London Landmarks To Star in Olympic Marathon Spectacular" 17 November 2004 London2012.com sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of road cycling featuring Regent's Park. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Wembley Arena. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Wembley Stadium. Sótt 30. desember 2010.
↑ London 2012 announces Brands Hatch as Paralympic Road Cycling venue. Sótt 20. maí 2011
↑ London2012.com profile of Dorney Lake (Eton Dorney). Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Hadleigh Farm, Essex. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Lee Valley White Water Centre. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Weymouth and Portland. Sótt 30. desember 2010.
↑ Dorset for you – Olympic Sailing Ticket Holders. Geymt 11 ágúst 2011 í Wayback Machine Sótt 21. mars 2012.]
↑ London2012.com profile of City of Coventry Stadium. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Hamden Park. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Millennium Stadium. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of Old Trafford. Sótt 30. desember 2010.
↑ London2012.com profile of St. James' Park. Sótt 30. desember 2010.
Tenglar