Vetrarólympíuleikarnir 1968 voru 10. vetrarólympíuleikarnir sem haldnir voru í bænum Grenoble í Frakklandi. Noregur vann flest verðlaun. Þetta voru fyrstu leikarnir þar sem Alþjóðaólympíunefndin leyfði Austur- og Vestur-Þýskalandi að keppa sitt í hvoru lagi, og líka fyrstu leikarnir þar sem nefndin krafðist lyfjaprófana og prófana til að ákvarða kynferði.