Amon Tobin, skírður Amon Adonai Santos de Araujo Tobin (Antônio Carlos Brasileiro de Almeida Jobim og Tom Jobim í Brasilíu), (7. febrúar1972) er brasilískur tónlistarmaður. Tónlist hans er gefin út af breska útgáfufyrirtækinu Ninja Tune.
Ferill
Amon fæddist í Rio de Janeiro í Brasilíu en fluttist til Evrópu á unglingsaldri og er sagður hafa búið í Portúgal og í Brighton á Englandi þar sem hann gaf út fjórar EP plötur undir nafninu Cujo áður en að fyrstu breiðskífunni „Adventures in Foam“ (1996) kom hjá Ninebar útgáfufyrirtækinu. Sama ár skrifaði hann undir hjá Ninja Tune og í kjölfarið fylgdu fjórar breiðskífur sem var öllum tekið vel af sífellt stækkandi hópi aðdáenda. Árið 2004 kom út diskur með upptökum af tónleikum með honum í Solid Steel röðinni. Næsta ár tók Amon nýja stefnu þegar hann samdi tónlistina við tölvuleikinn „Chaos Theory: Splinter Cell 3“ fyrir tölvuleikafyrirtækið Ubisoft sem einnig var gefið út hjá Ninja Tune.
Stíll
Tónlistarstíll Amon Tobins er einstakur mjög djass-skotinn og einnig eru töluverð suður-amerísk áhrif bossa nova, samba og batucada. Amon vinnur tónlist sína mestmegnis í hljóðgervlum og sækir hann efnivið sinn víða, m.a. notar hann búta úr öðrum lögum. Með ýmsum stillingum og breytingum á hljóðbútunum tekst honum að brengla og ummynda hljóð þannig að þau verða nær óþekkjanleg samanborið við upprunalegt hljóð.
Breiðskífur
Chaos Theory - Splinter Cell 3 Soundtrack (Ninja Tune, 2005)
Solid Steel Presents Amon Tobin: Recorded Live (Ninja Tune, 2004)
Out From Out Where (Ninja Tune, 2002)
Supermodified (Ninja Tune, 2000)
Permutation (Ninja Tune, 1998)
Bricolage (Ninja Tune, 1997)
Adventures in Foam (Ninebar, 1996) (sem Cujo) (endurútgefin, Ninja Tune, 2002)
Samvinnuverkefni/tónleikaupptökur
Peeping Tom (Ipecac, 2006) (breiðskífa með Mike Patton. Amon Tobin kemur fram í laginu „Don't Even Trip“.)
Verbal Remixes & Collaborations (2003)
Smáskífur & EP-diskar
The Lighthouse (2005)
Angel Of Theft (2004) (sem Player)
Verbal (2002)
East To West (2002)
Slowly (2000)
4 Ton Mantis (2000)
Like Regular Chickens (Danny Breaks & Dillinja Remixes) (1998)