Samba er brasilískur dans og tónlistarstefna sem upprunin er í héraðinu Bahia en rætur hennar eru í menningu og helgihaldi þræla frá Vestur-Afríku í Brasilíu (Rio de Janeiro) og Afríku. Samba er táknmynd fyrir Brasilíu og brasilíska kjötkvejuhátíð. Sú gerð af samba sem spiluð er og dönsuð í Río de Janeiro er að stofni til úr Samba de Roda (danshringur) frá Bahia sem komst á heimsminjarskrá UNESCO árið 2005.