Brighton

Bryggja í Brighton.

Brighton er strandbær á suðurströnd Englands. Brighton og nágrannabærinn Hove mynda saman borgina Brighton og Hove. Hann er vinsæll ferðamannastaður allt frá því að bærinn fékk járnbraut árið 1841. Alls búa um 480 þúsund manns í borginni en þegar mannfjöldinn var hvað mestur bjuggu þar um 160 þúsund (1961).

Átta milljónir ferðamanna heimsækja Brighton árlega. Vinsælt er að halda fundi og ráðstefnur í borginni. Þá eru þar tveir háskólar og einn læknaskóli. University of Sussex, sem tók formlega til starfa 1961, er í Falmer, skammt utan við Brighton.

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.