Lars Roslyng Christiansen (fæddur 18. apríl 1972 í Sønderborg) er danskur handknattleiksmaður. Hann leikur með danska karlalandsliðinu í handknattleik og varð Evrópumeistari með landsliðinu árið 2008. Hann var markahæstur á mótinu ásamt Nikola Karabatic og Ivano Balić. Hann lék einnig með danska landsliðinu þegar það vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2007, silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla 2011 og bronsverðlauna á Evrópumeistaramótunum 2006, 2004 og 2002.
Christiansen hefur leikið á fjórða hundrað landsleiki fyrir danska karlalandsliðið í handknatleik og hefur skorað rúmlega fjórtánhundruð mörk. Hann er sem stendur bæði leikreyndastur og markahæstur núverandi leikmamanna danska landsliðsins.