Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna
SkammstöfunUNEP
Stofnun5. júní 1972; fyrir 52 árum (1972-06-05)
HöfuðstöðvarFáni Kenýu Naíróbí, Keníu
FramkvæmdastjóriInger Andersen (síðan 2019[1])
MóðurfélagSameinuðu þjóðirnar
Vefsíðawww.unenvironment.org

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna eða UNEP (e.United Nations Environment Programme) var stofnuð í kjölfar Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannlegt umhverfi sem var haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi árið 1972. UNEP er í dag leiðandi stofnun í heiminum hvað varðar umhverfismál. Helstu hlutverk stofnunarinnar er að meta umhverfisástand hverju sinni og skilgreina vandamál sem leysa þarf með alþjóðasamvinnu. Stofnunin mótar alþjóðalög um umhverfismál og eflir til samvinnu ríkja við að leysa umhverfisvandamál.

Höfuðstöðvar UNEP eru í Naíróbí, Kenýa, en UNEP er einnig með 6 svæðisbundnar skrifstofur í Afríku, Asíu, Evrópu, Suður-Ameríku og Karabíska hafinu, Norður-Ameríku og Vestur-Asíu. Yfirmaður Stofnunarinnar er Inger Andersen frá Danmörku. Stofnunin starfar víðsvegar um heiminn að markmiðum sem heyra undir deildirnar 7 sem síðan eru með tilheyrandi nefndir og skrifstofur í ákveðnum löndum í öllum heimsálfum sem sinna afmörkuðum málum. Umhverfismál sem varða höfin eru dæmi um ákveðin málefni sem heyra undir skrifstofur á vegum UNEP og annað sem skiptir máli í hverjum heimshluta.[2]

Forgangsatriði stofnunarinnar

Stofnunin einbeitir sér að 7 málaflokkum þar sem hún telur að hún geti breytt ástandi málaflokksins til hins betra[3]:

  • Loftslagsbreytingar: Efla getu ríkja og aðallega þróunarríkja til að innlima varnir við loftslagsbreytingum og koma þeim í þróunarmarkmið landanna.
  • Hamfarir og átök: Minnka hættu á velferð manna frá umhverfismálum, vegna núverandi eða hugsanlegra, hamfara af völdum náttúru eða manna.
  • Umsjón með vistkerfum: Tryggja það að lönd notist við það vistkerfisstjórnun það er heilnæma og sjálfbæra notkun eða vernd á vatni, landi og lífríki.
  • Umhverfisstjórnun: Sjá til þess að umhverfismál séu rædd á a vettvangi lands, svæða og alþjóðleg samfélagsins.
  • Spilliefni og úrgangur: Lágmarka áhrif sem skaðleg efni og hættulegur úrgangur hafa á fólk og náttúru.
  • Skilvirk notkun auðlinda: Sjá til þess að notkun og nýting auðlinda sé sjálfbær með því að leiða alþjóðlegt átak í málefninu.
  • Upplýsingagjöf: Búa til svæði fyrir umræðu og aðgang að rökstuddri þekkingu um umhverfið og vaxandi vandamál á því sviði, svo fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir um málefnið.

Grænt hagkerfi

UNEP er leiðandi talsmaður græna hagkerfisins með verkefninu Green economy initiative (GEI). Með því er ætlunin að aðstoða stjórnvöld í að gera hagkerfi sitt „grænna“ með því að móta skýrari stefnu, með fjárfestingum í hreinni tækni, endurnýjanlegri orku og grænum samgöngum.[4]

Ríó+20 og Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa aukið mikilvægi stofnunarinnar til muna. Eftir umhverfisráðstefnuna Ríó+20 árið 2012 var fjármagn til stofnuninnar aukið ásamt því að uppfærsla var gerð á stofnuninni. Mörg heimsmarkmiðanna lúta að umhverfismálum svo sem hungur, hreint vatn, hrein og ódýr orka, líf í sjó og landi. Sjálfbær þróun er mest áberandi í heimsmarkmiðum sem UNEP leggur áherslu en í því sambandi er átt við að ganga ekki of mikið á náttúruauðlindir og öll starfsemi eigi að vera í sátt við umhverfið.[5]

Parísarfundurinn

UNEP var ein af þeim stofnunum SÞ sem kom að Parísarfundinum og hélt meðal annars nokkrar ráðstefnur um umhverfismál sem fóru fram samhliða Parísarfundinum. Parísarfundurinn var fundur um loftslagsmál sem haldinn var í París, 30 nóvember 2015 með þátttöku 195 ríkja. Markmið fundarins var að komast að samkomulagi um samvinnu ríkja við að sporna gegn hækkandi hitastigi jarðar. Samkomulagið var sögulegt í því skyni að í fyrsta skipti er gert ráð fyrir aðgerðum allra ríkja heims í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem ríki heims komast að jafn víðtæku samkomulagi um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Það langtímamarkmið náðist að halda hlýnun innan 2°C. Þó var tekið fram að reynt yrði að halda hlýnuninni innan 1,5°C. Einnig var samþykkt að minnka þyrfti losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrst. Ríkin samþykktu einnig að koma saman á 5 ára fresti til þess að útfæra markmið nánar og komast að nýjum sameiginlegum markmiðum ásamt því að upplýsa almenning um hvernig þeim hefur tekist að uppfylla markmiðin.[6]

Tilvísanir

  1. Andri Eysteinsson (15. febrúar 2918). „Hagfræðingurinn Inger Andersen tekur við umhverfisstofnun SÞ“. Vísir. Sótt 15. maí 2020.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. mars 2016. Sótt 9. mars 2016.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 9. mars 2016.
  4. http://www.unep.org/greeneconomy/
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016. Sótt 9. mars 2016.
  6. http://www.cop21paris.org/about/cop21