Gæsluverndarráð Sameinuðu þjóðanna er eitt af sex undirstöðuráðum þeirra. Gæsluverndarráðið var stofnað 1945 og tók því við hluta af starfi Þjóðabandalagsins, sem leystist upp á svipuðum tíma. Undirstöðuverkefni ráðsins var að hafa yfirsýn með sjálfstæðisþróun og því gífurlega uppbroti nýlenda sem átti sér stað á tímanum eftir Seinni heimsstyrjöldina. Gæsluverndaráðið fékk ellefu ríki til að hafa yfirsýn yfir, sjö í Afríku og fjögur í Miðjarðarhafinu. Síðasta verkefni þeirra lauk þó árið 1994 þegar Palá fékk sjálfstæði.[1]
Markmið, saga og þróun
Meginmarkmið ráðsins var að gæta að pólitískum, efnahagslegum, félagslegum og menntunarlegum aðstæðum íbúa gæsluverndasvæða. Þetta eru svæði sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Gæsluverndarráðið telja ekki vera tilbúin til þess að fást við sjálfstæði sitt, annaðhvort sem sér ríki eða sameining við önnur nágrannaríki.[2] Í ráðinu áttu að sitja (1) Fulltrúar gæsluverndarsvæðanna innan Sameinuðu þjóðanna, (2) Fimm fastaríki Sameinuðu þjóðanna (Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína áður Taívan og Rússland áður Sovétríkin), (3) Fulltrúar frá Allsherjarráði Sameinuðu þjóðanna til þess að jafna fjölda fulltrúa. Um fulltrúa frá Allsherjarráðinu var kosið á þriggja ára fresti.[3]
Það hefur þó dregið mjög úr starfinu síðan Palá , síðast gæsluverndarríkjanna, fékk sjálfstæði. Nú sitja einungis fimm fastaríki Sameinuðu þjóðanna í ráðinu.[4] Ráðið á þó eigin sal í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna og á enn að koma saman í sérstökum málum. Síðast 2018 þar sem valinn var forseti (Anne Gueguen) og varaforseti (Jonathan Guy Allen) fyrir ráðið þó, starfsemi þess sé mjög takmörkuð. Ráðið kemur ekki endilega saman á hverju ári en hittist þó þegar ræða þarf sérstök málefni.[5]
Framtíð ráðsins
Þó svo að ráðið sé enn til í stefnuskrá Sameinuðu þjóðanna er óvíst með framtíð þess. Mikið hefur verið deilt um hvort eigi að virkja starfið aftur. Ættu svæðin sjálf að sækjast eftir gæslu eða er tillaga frá Allsherjarráðinu eða Gæsluverndarráðinu nóg? Undirstaða þess að Sameinuðu þjóðirnar geta starfað er það að allir þátttakendur eru fullvalda ríki. Því er enginn hærra settur ríkinu og það gerir hreinlega það sem það vill. Ákvarðanir gæsluverndarráðs eru ekki bindandi, þannig að ríkið þarf ekki að framkvæma það frekar en það vilji. Því er ekki hægt í kerfinu eins og það er í dag að skylda ríki til þátttöku. Hvað þá að taka af þeim hluta af þeirra fullveldis, það er að segja ákvörðunarrétt yfir málum sem Gæsluverndarráð myndi hafa afskipti af.[6] Margir telja þetta sýna forræðishyggju og ekki eiga við í þróun alþjóðasamskipta í heiminum í dag. Þó er orðin aukin áhersla á öryggi einstaklingsins innan Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægi þess að eintaklingar innan ríkja fái grunnréttindi samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er orðin mun meiri en áður. Því er spurning hvort að Gæsluverndarráðið eða eitthvert afbrigði þess sé nytsamlegt í átt að þessum markmiðum.[7] Margir telja til dæmi að aðkoma Gæsluverndarráðsins hafi skipt miklu máli þegar Sómalía tók skref sín í átt að sjálfstæði með hjálp þess.Stuðningur vegna þróunar á undirstöðu ýmissa kerfa innan ríkisins hefði verið ómöguleg ef ekki hefði komið til aðstoðar við skipulagningu frá Gæsluverndarráðinu.[8]
Enn eru ríki í mikilli baráttu í heiminum og margir spurja sig hvort að afskipti Gæsluverndarráðsins hefðu meðal annars geta komið í veg fyrir þjóðarmorðið í Rúanda.[9] Auk þess eru vangaveltur um það hvort enn þann dag í dag hvort svæði, til dæmis, Palestína gætu grætt á svona samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar.
Heimildir
↑Paul Taylor og Devon Curtis (2014). The United Nations í The globalization of world politics: An introduction to international relations. Oxford: Oxford University Press. bls. 310.
↑Paul Taylor og Devon Curtis (2014). The United Nations í The globalization of world politics: An introduction to international relations. Oxford: Oxford University Press. bls. 305-306.
↑Paul Taylor og Devon Curtis (2014). The United Nations í The globalization of world politics: An introduction to international relations. Oxford: Oxford University Press. bls. 310-312.
↑Paul Taylor og Devon Curtis (2014). The United Nations í The globalization of world politics: An introduction to international relations. Oxford: Oxford University Press. bls. 315.