Kristín Jónsdóttir (f. 25. janúar1888 d. 24. ágúst1959) var íslenskur listmálari. Hún fæddist í Arnarnesi við Eyjafjörð. Kristín stundaði nám við kvennaskóla og húsmæðraskóla á Íslandi og myndlistarnám í Tegne- og Kunstindustriskolen for Kvinder og nám við við Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn1911-16.
Kristín er þekktust fyrir kyrralífsmyndir af blómum og ávöxtum en hún málaði einnig myndir af konum við dagleg störf.