Björn Rune Borg (f. 6. júní 1956) er sænskurtennisleikari fæddur í Södertälje. Hann var aðeins fjórtán ára þegar hann hóf atvinnumennsku í tennis og varð yngsti karlmaðurinn sem unnið hafði Opna franska meistaramótið árið 1974. Tveimur árum síðar sigraði hann á Wimbledon aðeins tvítugur að aldri. Hann var einn besti tennisleikari heims eftir miðjan 8. áratuginn en lýsti því yfir að hann væri hættur að keppa í janúar árið 1983. Sex árum síðar komst hann naumlega hjá persónulegu gjaldþroti þegar fyrirtæki hans, Björn Borg Design, fór á hausinn. Í upphafi 10. áratugarins hóf hann aftur að keppa en tókst ekki að vinna eina einustu keppni. Árið 1997 byrjaði tískuvöruframleiðandinn World Brand Management að þróa tískuvörur með nafninu Björn Borg. Hann seldi þeim allan rétt til að nota vörumerkið árið 2006.