Samtök íslenskra skólalúðrasveita (skammst. SÍSL) eru samtök um samstarf íslenskra skólalúðrasveita sem stofnuð voru þann 15. október 1983. Meginhlutverk SÍSL er að halda landsmót skólalúðrasveita og að standa fyrir útsetningum á íslenskum lögum fyrir sveitirnar. Samtökin starfrækja einnig sameiginlega lúðrasveit, Lúðrasveit æskunnar, sem ætluð er til að veita lengra komnum skólalúðrasveitarmeðlimum tækifæri til að spreyta sig á meira krefjandi verkum, og eru þá yfirleitt fengnir erlendir stjórnendur.
Tengill
Heimildir