Indira Gandhi

Indira Gandhi
Forsætisráðherra Indlands
Í embætti
24. janúar 1966 – 24. mars 1977
ForsetiSarvepalli Radhakrishnan
Zakir Husain
V. V. Giri
Fakhruddin Ali Ahmed
B. D. Jatti (starfandi)
ForveriLal Bahadur Shastri
EftirmaðurMorarji Desai
Í embætti
14. janúar 1980 – 31. október 1984
ForsetiN. Sanjiva Reddy
Giani Zail Singh
ForveriCharan Singh
EftirmaðurRajiv Gandhi
Persónulegar upplýsingar
Fædd19. nóvember 1917
Allahabad, breska Indlandi
Látin31. október 1984 (1984-10-31) (40 ára) Nýju Delí, Indlandi
DánarorsökMyrt
StjórnmálaflokkurIndverski þjóðarráðsflokkurinn
MakiFeroze Gandhi (g. 1942; d. 1960)
BörnSanjay Gandhi, Rajiv Gandhi
ForeldrarJawaharlal Nehru og Kamala Kaul
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Indira Priyadarshini Gandhi (19. nóvember 1917 - 31. október 1984) var indverskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Indlands 1966-1977 og 1980-1984 dóttir Jawaharlal Nehru fyrsta forsætisráðherra Indlands en alls óskyld Mohandas Gandhi. Hún var móðir Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands 1984-1989. Hún giftist Feroze Gandhi 1942. Hún stundaði nám í Somerville College í Oxford.

Indira Gandhi var myrt í garðinum við heimili sitt í Nýju Delí af tveimur lífvörðum sínum, sem voru síkar, sem hefnd fyrir það þegar indverski herinn gerði árás á Gullna hofið, helgidóm síka í Amritsar í júní 1984.

Æviágrip

Gandhi var aðstoðarmaður föður síns þegar hann var forsætisráðherra frá 1947 til 1964. Hún var kjörin forseti þjóðarráðsins árið 1959. Þegar faðir hennar lést árið 1964 var hún útnefnd meðlimur á Rajya Sabja, efri deild indverska þingsins, og gekk í ríkisstjórn Lal Bahadur Shastri forsætisráðherra sem upplýsinga- og útsendingaráðherra.[1] Eftir dauða Shastri árið 1966 sigraði hún keppinaut sinn, Morarji Desai, og varð leiðtogi þjóðarráðsflokksins og þar með forsætisráðherra Indlands.

Sem forsætisráðherra var Gandhi þekkt fyrir óbilgirni sína og fyrir fordæmalausa miðstýringu stjórnmálavalds. Hún fór í stríð við Pakistan árið 1971 til að styðja sjálfstæðisbaráttu Austur-Pakistan. Indland vann stríðið og í kjölfarið var ríkið Bangladess stofnað þar sem Austur-Pakistan hafði verið. Áhrif Indlands voru jafnframt aukin svo mjög að ríkið varð helsta veldi Suður-Asíu. Vegna óstögugleika og byltingaræsings á Indlandi lýsti Gandhi yfir neyðarástandi frá 1975 til 1977 þar sem almenn mannréttindi voru afnumin og fjölmiðlar ritskoðaðir. Ríkisstjórnin vann mörg grimmdarverk á meðan á neyðarástandinu stóð. Árið 1980 komst Gandhi aftur til valda eftir lýðræðislegar kosningar. Hún var myrt af eigin lífvörðum, sem voru síkískir þjóðernissinnar, árið 1984. Tilræðismennirnir, Beant Singh og Satwant Singh, voru báðir skotnir af öðrum öryggisvörðum. Satwant lifði skotin af og var því tekinn af lífi eftir að hafa verið sakfelldur fyrir morð.

Indira Gandhi var nefnd „kona þúsaldarinnar“ í netkönnun BBC árið 1999.[2]

Tilvísanir

  1. „Indira Gandhi“. Biography.com (bandarísk enska). Sótt 21. júlí 2017.
  2. „BBC Indira Gandhi 'greatest woman'. BBC News. Sótt 19. júlí 2017.


Fyrirrennari:
Gulzarilal Nanda
Forsætisráðherra Indlands
(1966 – 1977)
Eftirmaður:
Morarji Desai
Fyrirrennari:
Choudhary Charan Singh
Forsætisráðherra Indlands
(1980 – 1984)
Eftirmaður:
Rajiv Gandhi


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.